Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, December 21, 2005

Bíómyndalærdómur

Hlutir sem við myndum aldrei vita ef ekki væri fyrir amerískar bíómyndir

  • Það skiptir ekki máli þó að þú ert að berjast við marga í bardagaíþróttum- óvinir þínir bíða alltaf þolinmóðir og ráðast á þig bara einn og einn í einu og hinir dansa í kringum þig á meðan.
  • Í öllum lögreglurannsóknum þá er nauðsynlegt að fara á allavega einn strippstað.
  • Þegar útlendingar eru einir finnst þeim best að tala ensku við hvor við annan.
  • Öll rúm eru með sértöku L laga laki sem ná upp undir handakrikan á konunum en aðeins að mittishæð á manninum sem liggur við hlið hennar..
  • Lögreglustjórinn rekur oftast aðal rannsóknarlögreglumanninn eða gefur honum 48 tíma frest til að leysa málið.
  • Allir innkaupapokar innihalda að minnsta kosti eitt stykki snittubrauð!
  • Það er ekkert mál fyrir hvern sem er að lenda flugvél svo lengi sem einhver sem getur leiðbeint manni í gegnum talstöðina.
  • Loftræstikerfið í hvaða byggingu sem er er tilvalinn staður til að fela sig og engin mun nokkurn tíman leita þín þar. Þú getur farið um alla bygginguna án þess að nokkur taki eftir því !
  • Lögregludeildirnar setja menn sína í persónuleika próf til þess að geta sett þá með félaga sem er akkúrat andstæða þeirra.
  • Það er hægt að sjá Effelturnin úr hvaða glugga sem er í París.
  • Allar tímasprengjur eru með risa stórum skjá þar sem tölurnar telja niður í áberandi rauðum stöfum. Svo þú getir vitað hvenær nákvæmlega þær munu springa!
  • Það er nánast bókað mál þú munnt vinna hvaða bardaga sem er, nema þú sért búin að sýna einhverjum myndir af ástvinum þínum.
  • Ef þig vantar að þykjast vera þýskur hermaður þarft þú ekki að kunna þýsku. -Það er nóg að tala með þýskum hreim.
  • Karlmaður mun ekki sýna nein sársaukamerki meðan að það er verið að berja hann í klessu en kippist til af sársauka þegar kona hreinsar sár hans!
  • Þegar verið er að borga leigubíl þá áttu aldrei að líta í veskið þitt. Kipptu bara einhverjum seðli út. Það er pottþétt nóg fyrir farinu..
  • Ef konur sofa í draugahúsi, þá fara þær að skoða öll grunsamleg hljóð í flottustu undirfötunum sínum.. Stífmálaðar!
  • Mömmur elda nánast alltaf stóran og mikinn morgunmat alla morgna, þó svo að fjölskylda þeirra hafa yfirleitt aldrei tíma til að borða hann.
  • Ef bíll lendir í árekstri, springur hann oftast í loft upp.. -Allavega kviknar í honum.
  • Öll símanúmer í bandaríkjunum byrja á 555.
  • Ein eldspíta gefur frá sér nóg ljós til að lýsa upp heilan íþróttavöll.
  • Allir þeir sem vakna upp af martröð, setjast strax upp, beint í upprétta stellingu og mása kófsveittir.
  • Það þarf ekki að segja hæ og bæ í upphafi og enda hvers símtals.
  • Jafnvel þegar keyrður er beinn vegur þá er það nauðsynlegt að hreyfa stýrið stanslaust til hliðanna.
  • það er alltaf hægt að finna stæði beint fyrir utan staðin sem þig vantar að komast á.
  • Þegar manneskja er rotuð hlítur hún aldrei varanlegan skaða af.
  • Enginn sem tekur þátt í bílaeltingaleik, flugráni, sprengingu eða árás frá geimverum, þarf á áfallahjálp að halda.
  • Þegar búið er að setja á varalit, helst hann þar alltaf... Meira að segja þegar kafað er.
  • Þú finnur alltaf keðjusög ef þig vantar slíka.
  • Alla lása er hægt að opna með kreditkorti eða bréfaklemmu á nokkrum sekúndum...

1 comments:

  • At 1:54 PM, Blogger Gugga said…

    Hahahaha.............er mín bara í stuði í dag??

     

Post a Comment

<< Home