Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, December 23, 2005

Í sæluna!

Þá er maður komin á Selfoss á hótel mömmu eins og einhver sagði. Hér er náttúrulega allt tilbúið fyrir jólin og ekki eyðilagði hin stanslausa snjókoma í allan dag fyrir jólaskapinu. Pakkarnir komnir undir tréð, ljósin komin á tréð, búið að þvo sængurföt og viðra sængina. Já það mætti halda að jólin væru á morgun!!!!

Um hádegi í dag fór samt undarleg stækja að berast úr eldhúsinu, ég er algerlega á móti því að hér sé orðið eitthvað skötupartý á hverri Þorláksmessu. Þegar mamma smellti skötunni á borðið fyrir framan Árna Þór litla frænda kom skelfingarsvipur á barnið svo tók hann fyrir nefið og sagði stundarhátt ÉG VIL FÁ GRJÓNAGRAUT!!! Það var alveg þokkalega fyndið. Sem sagt skötustækjan yfirtók allt í fína jólahúsinu hennar mömmu og mér er alveg sama þó hún sé holl og allt þannig þá er þetta að mínu áliti ekki mannamatur og ætti ekki að vera borin fram sem slíkur. Ég stakk því bara af, smellti börnunum á sleða og fór með þau í gönguferð og þegar við komum svo heim var ekki lengur skötulykt, nei, nei það hafði eitthvað annað gerst.......HANGIKJÖTSSTÆKJA!!!! Ég varð mjög ráðavillt og fór að spyrja mig þessara spurninga. Hvort er betra? Hvort er verra? Hvort vildir þú heldur sofa hjá skötu eða hangikjöti?

Ég spurði pabba: hann sagðist ekki vilja sofa hjá hvorugu þeirra en hann væri alveg til í að éta það hvoru tveggja. Aðrir fussuðu og sögðu "láttu ekki svona?"

Spurning dagsins er því þessi? HVORT VILDIR ÞÚ HELDUR SOFA HJÁ HANGIKJÖTI EÐA SKÖTU????

Þangað til vil ég bara grjónagraut!!!

2 comments:

  • At 2:57 PM, Blogger Soffía said…

    Hangikjöti, ekki spurning, helst með beini, legg takk ;)

    Annars gerði ég heiðarlega tilraun til að senda jólakveðju til þín, á þrjú netföng, fékk amk eitt í hausinn... vona að amk annað hinna hafi skilað sér! Gleðileg jól :)

     
  • At 5:27 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Takk Soffía mín! Ég fékk jólakveðjuna á tvö netföng :)

     

Post a Comment

<< Home