Dóttir vörubílstjóra og klæðskera!
Sá grein í einhverju slúðurblaði um karlinn sem leikur House!! Þar er svona upptalning á öllu því merkasta sem hann hefur eða hefur ekki gert á ævi sinni. Alla vega ef samskonar grein myndi nú birtast um mig þ.e. þegar ég yrði fræg myndi hún hljóma einhvern vegin svona:
1. Kristjana Pálsdóttir er fædd í verslunarstórborginni Selfoss, eða Árborg eins og nú á víst að segja, 25 febrúar á því herrans ári 1977.
2. Pabbi Kristjönu starfar sem vörubílstjóri og þyrfti að hafa að minnsta kosti 30 klukkutíma í sólarhringum ef allt ætti að nást. Móðir Kristjönu starfar sem klæðskeri og hefði líka nóg að gera á 30 klukkutíma sólarhring.
3. Kristjana er miðjubarnið í fjölskyldunni sinni, hún á eldri systir sem býr í Reykjavík og yngri bróðir sem býr á Selfossi. Sjálf býr hún í Reykjavík.
4. Kristjana lauk námi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2001 og svo frá framhaldsdeild sama skóla árið 2003. Hún hefur frá útskrift starfað sem grunnskólakennari í nokkrum eðalskólum.
5. Á yngri árum var Kristjana mikið í íþróttum en lagði gaddaskóna á hilluna um 18 ára aldur vegna áverka sem hún varð fyrir í baki þegar keyrt var aftan á bifreið hennar.
6. Kristjana á geysistóra fjölskyldu sem býr að mestum hluta á Selfossi. Faðir hennar á 8 systkini og móðir hennar á 8 líka þó tvö þeirra séu ekki á þessari jörð. Öllu þessu fólki fylgir urmull af börnum og barnabörnum.
7. Á framhaldsskólaárunum átti Kristjana kærasta frá Stokkseyri, á háskólaárunum annan úr Reykjavík, dundur í Keflavík og svo hirðfíflið úr Reykjavíkinni. Kristjana fer rólega í tilfinningalífinu í dag eftir að hafa brennt sig illa á liðnum árum.
8. Helstu afrek Kristjönu eru þau að vera með tvo fætur, tvær hendur og eitt höfuð eins og aðrir. Vissulega væri hægt að telja upp efnislega hluti líka en dauðir hlutir eru ekki það sem Kristjana setur í fyrsta sæti. Fyrst og fremst skipa fjölskylda og vinir fremstu bekkina í lífsleikritinu hennar.
9. Kristjana hefur mikinn áhuga á námsefni og námsefnisgerð og hefur síðustu 8 ár búið til urmul af efni sem notað er orðið í nokkrum skólum á landinu. Hún sér fram á mikla gósen tíð í þeirri grund.
10. Kristjana er eðlisfræðingur í dulbúningi. Einu sinni sannaði hún lögmálið um að allt sem fer upp kemur niður aftur....þá reyndi hún að fljúga á hjólinu sínu en lenti á andlitinu á götunni og hefur gatan ekki boðið þess bætur síðan.
ps. Muna eftir að kvitta fyrir sig - komment og gestabók í boðinu!
1. Kristjana Pálsdóttir er fædd í verslunarstórborginni Selfoss, eða Árborg eins og nú á víst að segja, 25 febrúar á því herrans ári 1977.
2. Pabbi Kristjönu starfar sem vörubílstjóri og þyrfti að hafa að minnsta kosti 30 klukkutíma í sólarhringum ef allt ætti að nást. Móðir Kristjönu starfar sem klæðskeri og hefði líka nóg að gera á 30 klukkutíma sólarhring.
3. Kristjana er miðjubarnið í fjölskyldunni sinni, hún á eldri systir sem býr í Reykjavík og yngri bróðir sem býr á Selfossi. Sjálf býr hún í Reykjavík.
4. Kristjana lauk námi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2001 og svo frá framhaldsdeild sama skóla árið 2003. Hún hefur frá útskrift starfað sem grunnskólakennari í nokkrum eðalskólum.
5. Á yngri árum var Kristjana mikið í íþróttum en lagði gaddaskóna á hilluna um 18 ára aldur vegna áverka sem hún varð fyrir í baki þegar keyrt var aftan á bifreið hennar.
6. Kristjana á geysistóra fjölskyldu sem býr að mestum hluta á Selfossi. Faðir hennar á 8 systkini og móðir hennar á 8 líka þó tvö þeirra séu ekki á þessari jörð. Öllu þessu fólki fylgir urmull af börnum og barnabörnum.
7. Á framhaldsskólaárunum átti Kristjana kærasta frá Stokkseyri, á háskólaárunum annan úr Reykjavík, dundur í Keflavík og svo hirðfíflið úr Reykjavíkinni. Kristjana fer rólega í tilfinningalífinu í dag eftir að hafa brennt sig illa á liðnum árum.
8. Helstu afrek Kristjönu eru þau að vera með tvo fætur, tvær hendur og eitt höfuð eins og aðrir. Vissulega væri hægt að telja upp efnislega hluti líka en dauðir hlutir eru ekki það sem Kristjana setur í fyrsta sæti. Fyrst og fremst skipa fjölskylda og vinir fremstu bekkina í lífsleikritinu hennar.
9. Kristjana hefur mikinn áhuga á námsefni og námsefnisgerð og hefur síðustu 8 ár búið til urmul af efni sem notað er orðið í nokkrum skólum á landinu. Hún sér fram á mikla gósen tíð í þeirri grund.
10. Kristjana er eðlisfræðingur í dulbúningi. Einu sinni sannaði hún lögmálið um að allt sem fer upp kemur niður aftur....þá reyndi hún að fljúga á hjólinu sínu en lenti á andlitinu á götunni og hefur gatan ekki boðið þess bætur síðan.
ps. Muna eftir að kvitta fyrir sig - komment og gestabók í boðinu!
1 comments:
At 1:38 PM, Anonymous said…
Góð.! Mikið hefurðu nú afrekar mikið í lífinu hehe.
Post a Comment
<< Home