Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, January 02, 2006

Annáll ársins 2005.

Já það hefur ekki runnið sérstaklega ljúft niður þetta ár sem nú er liðið. Fyrri hluti ársins var frekar erfiður, sumarið var gott og seinniparturinn var frábær. Þið vitið sennilegast öll hvers vegna og því kannski ekki ástæða til að tíunda það frekar. Eftir situr reiði, þó mest reiði gagnvart sjálfri fyrir að hafa leyft einum manni að fara svona illa með mig. Fljótlega eftir áramótin var ákvörðun tekin um að flytja sig um set, skipta um vinnu og finna nýtt húsnæði. Í byrjun maí ákvað ég svo að kaupa mér íbúð eftir að hafa verið á leigumarkaðnum í nærri 4 ár. Ég keypti íbúð við Hverafold í Reykjavík og er bara svoooooooo sátt með það. 1. júní flutti búslóðin svo frá Keflavík í skúrinn á Selfossi. Ég bjó hjá góðu fólki í Keflavík þangað til skóla lauk. Á jónsmessu, 24. júní, lagði ég af stað til Bandaríkjanna með fjögur börn í sumarbúðir í Tenneessee. Var þar úti í fjórar vikur og had the time of my life. Já og heimurinn er lítill eftir allt. Í byrjun ágúst byrjaði ég svo í nýrri vinnu. Fékk 20 nýja orma undir vænginn og allt hefur auðvitað gengið vel með það. Seinni hluti ársins hefur svo bara liðið með sínum ævintýrum. Fleiri stórar ákvarðanir eru framundan og alveg ljóst að árið 2006 verður líka ár breytinga þó ekki eins stórra. Svona var þetta nokkurn vegin:

Fjölskyldu meðlimur ársins: Litlu frændur mínir tveir sem hafa óbilandi trú á því að Jana frænka sé best í heimi. Best væri ef hægt væri að deila mér í tvennt því tvær hendur og tveir fætur eru hreinlega ekki nóg þegar báðir eru annars vegar.
Dýrasti tími ársins: Úfff fyrsta júlí þá fór ég frá því að eiga fullt af peningum í það að skulda eins og hver annar Íslendingur sem ekki lifir á foreldrum sínum. Já það er ekki um að villast, Janus er orðin fullorðin.
Áhyggjur ársins: Ekki skal neinn undra næsta komment – ekki miðað við útgjöld – auðvitað eru áhyggjurnar peningar, peningar, peningar. Ég þoli ekki svona áhyggjur og tek því fegins hendi ef einhver á of mikið af pappír og vill deila þeim með mér….bara verið þið velkomin.
Vinur ársins: Lítill félagsskapur sem kallar Sveinsínur, samanstendur af nokkrum eðal kvenmönnum sem mér þykir afskaplega vænt um. Sveinsína er ung, sexy, sjálfstæð og fullkomin….henni eru allir vegir færir.
Fyrsti vinnudagur ársins: Pínulítið sjokk, eiginlega mikið sjokk. Alltaf erfitt að byrja á nýjum vinnustað sérstaklega þegar vinnustaðurinn er í rykföllnum og illa lyktandi kofa. Það hefur sem betur fer margt breyst frá fyrsta vinnudeginum og það er hægt að búa til skóla úr kofum.
Skyndibiti ársins: Pylsa með öllu. Eftir að hafa dvalið í djúpsteiktasta kjöthluta hluta Ameríku var ólýsanlega gott að fá bara plain íslenska pylsu með öllu.
Félag ársins: CISV stuðlaði að mörgum skemmtilegum tímum.
Karlmaður ársins: Heimsmethafinn Gunnar Egilsson, stórkarl og frændi minn.
Kvenmaður ársins: Thelma á þann heiður skilið, hún fær fjöður í hattinn fyrir eindæma hugrekki og ótrúlega sterkan huga.
Par ársins: Hmmm…þar sem ég lifi nú ekki í neinu parasamfélagi. Því er par ársins Gugga góðvinkona mín og Sigginn hennar.
Barn ársins: Án vafa og umhugsunar er það hin eina sanna prinsessa frá Kína, Margrét Lin. Margrét kom í fjölskylduna í lok ársins og er án vafa sólargeisli þessa árs, eins og frænka hennar Ásta var árinu áður.
Kvöld ársins: Júróvisíon kvöldið hið síðara var eðalskemmtun svo ég taki ekki stórt til orða. Palli er og verður minn uppáhalds júróvisíon diskótek haldari….alveg ólýsanlega skemmtilegt.
Íþróttamaður ársins: Haltur og blindur sem gengu hringinn í kringum landið og unnu með því stærra afrek heldur en allir þessir tuðrusparkarar út í heimi sem fá borgað fyrir að draga andann.
Miljarðamæringur ársins: Bill Gates númer 1 en númer 488 var engin annar en herra Baugur, áfram Ísland við erum einungis 487 sætum frá því að vera ríkust í heimi.
Útför ársins: Það er víst gangur lífsins að einhverjir þurfa að kveðja þetta jarðneska líf. Ég var svo ótrúlega heppin þetta árið að þurfa ekki að sækja neina jarðarför. En sú útför sem lifir helst í huga þetta árið er útför Jóhannesar Páls páfa, blessuð sé minning hans.
Brúðkaup ársins: Hmmmm….hvort skyldi velja brúðkaup Karl Bretaprins og Kamillu eða survivor parsins sem ég man alls ekki hvað heitir….svona er ég mikið inni í slúðrinu.
Ekkifrétt ársins: Allar fréttirnar í Séð og heyrt og Hér og nú og DV.
Sýning ársins: Ungfrú heimur 2005 – þó mér finnist sá sigur kannski ekki vera kvenréttindasigur - þá var það sigur.
Hjálp ársins: Stærsta hjálp ársins kom í formi miðaldra konu í Vesturbænum sem kallar sig spámiðil.
Fól ársins: Si, Si, Sigurður asni.
Fréttaviðtal ársins: Hef mjög gaman af því að horfa á Kastljós þegar eitthvað áhugavert er þar, þ.e. ekki stjórnmál, ekki trúarmál, ekki dómsmál, ekki stjórnmál, stjórnmál…sem þýðir að það er gaman að horfa á Kastljós einu sinni í viku.
Flottasti hlutur ársins: Auðvitað geggjuðu sófarnir mínir svo ég tali nú ekki um bláa jólatréð, og barstólarnir, og borðið, og lampinn minn og íbúðin mín….!
Innlent sjónvarp ársins: Guð minn góður, mannlegt eðli á hinu lægsta stigi eins og sagði í Skaupinu – piparsveinninn, ástarfleyið, allt í drasli, fólk með Sirrý….eru þetta allt hlutir sem við viljum stilla upp í sjónvarpinu á litla Íslandi? Samt horfum við á þetta, reyndar hef ég ekki getað pínt augun til að horfa á neitt af þessu nema allt í drasli. Annað skapar bara ólýsanlegan kjánahroll…..viltu þessa rós eða ekki?????
Jólasveinn ársins: Nú auðvitað Egils jólasveininn, grrrrrr ég setti skóinn út í glugga og allt og óskaði þess að sveinki myndi koma og heimsækja mig…en allt kom fyrir ekki…en samt tvímælalaust jólasveinn ársins!!!
Ken ársins: Spegill, spegill herm þú mér hver í heimi fegurstur er!!! Ég hitti draumaprinsinn minn í sumar. Sá á eftir að bræða hjörtu í tonnatali. Pjakkurinn sá er reyndar bara ellefu ára gamall, heitir Daníel og er frá Braselíu…..ég vildi geta pantað einn svoleiðis í fullorðinsstærð. Þetta hljómar nú svolítið perralega…..en pfffffffff þið vitið hvað ég meina.
Kjánalegasti atburður ársins: Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja frá þessu, hmm ég tek út nöfn til að koma í veg fyrir að upplýsingar berist á röngu staðina. Jæja, jæja nýtt sófasett sem passaði engan vegin og alls ekki við sófaborðið sem til var. Því var nurlað saman og farið í tiltekna húsgagnaverslun og keypt nýtt borð. Síðan ákvað snillingurinn Janus að fara að negla saman annað húsgagn og einhverra hluta vegna gerði hún það á borðinu! Nú megið þið geta í eyðurnar og þið eruð velkomin til að skoða fína borðið mitt…..!
Kvenréttindasigur ársins: Að mati formanns Kvenréttindafélags Íslands er sigur íslenskrar stúlku í alþjóðlegri fegurðarsamkeppni mikill áfangi fyrir kvenréttindi - ég spyr nú bara hvernig? Mér finnst sigurinn vera sá að nú séu karlar eins og konur að lenda í því að missa vinnuna þegar þeir taka sér fæðingarorlof. Nú er þetta farið að bitna á körlunum og þá verður pottþétt eitthvað gert.
Launahækkun ársins: Með meiri reynslu, meiri vinnu, fleiri börnum, ættu að vera meiri peningar! Neibb, þetta árið tölum við því ekki um launahækkun, nei þetta árið tölum við um launalækkun.
Lummugangur ársins: Pakistan, það vildu allir hjálpa neworleansunum með teppi en hvað gerðist með fólkið í Pakistan….var buddan bara orðin tóm þegar að því kom eða var spottinn í vefinn allur búinn?
Lögbrot ársins: Nú auðvitað svindlið mikla hjá undirritaðri, það er ljótt að svindla og það stendur ábyggilega í lögunum að það megi ekki svindla.
Heimasíða ársins: Nú auðvitað síðan mín sem þú ert að skoða núna, hvers konar spurning er þetta eiginlega?
Óheppni ársins: Að hafa ekki unnið allar miljónirnar í Lottóinu, árið 2006 mun ég leggja hart að mér við að spila í Lottóinu….ég vinn víst ekki ef ég spila ekki með!!
Óvæntustu úrslit ársins: Að Selma skildi ekki komast áfram úr undankeppninni, að Tony Blair skildi vera endurkjörin, að Ingibjörg Sólrún sé orðin hausinn í XS….
Leiðindi ársins: Bara þetta sama, sérkennilegur kunningi og annar sérkennilegur ættingi, úff svo ég tali nú ekki leiðindin sem eru í uppsiglingu í Keflavík….úffff þar verður sprengja sem bítur vissa aðila í rassinn….! Takk fyrir og málið er rétt að vakna.
Sannfæring ársins: Ég er, ég er, ég er, ég er…..fullkomin eins og ég er :D
Sigurvissa ársins: Við erum Íslendingar við vinnum allt þó við verðum síðust þá vinnum við samt…..þó það þýði að við höfum unnið keppnina í að verða síðust þriðja árið í röð.
Sjónvarpsmaður ársins: Úfff mér dettur ekkert í hug, ég horfi bara ekki mikið á innlenda dagskrágerð…..ætli ég verði ekki bara að segja Hemmi Gunn, mér finnst þátturinn hans skemmtilegur í þessi fáu skipti sem ég sá stöð 2 óruglaða. Ég bíð spennt eftir boðskorti….Birgitta hvað??
Flopphús ársins: Tónlistarhús sem á að byggja úti í sjó…sem kostar meira en annað hátæknisjúkrahús sem orkuveitukarlinn á eftir borga of mikið fyrir.
Timburmenn ársins: Oh my god, kvöldið eftir Sálarballið á Players – oj bara. Hef sjaldan á ævinni gubbað eins mikið. Ég og Gustavsberg tengdust sterkum vinaböndum þann daginn.
Mannfjöldi ársins: Kvennadagurinn í klessunni í miðbænum.
Heppni ársins: Jórunn sem fékk 4 tonna trukk á hausinn….maður bara spyr: Hver var eiginlega að passa upp á þessa dömu og hvar getur maður sótt um þessa vernd?
Menntunnarslys ársins: Það undarlega og óútskýranlega slys að ófaglærðir starfsmenn á leikskólum hafi hærri laun en þeir sem búnir eru að læra til þessa starfa, hvar lærði eiginlega hagfræðingurinn sem reiknar þetta út? Er hann kannski bara ófaglærður líka?
Orð ársins: Oh men!

Svona var það.....Gleðilegt ár og þakka ykkur fyrir það gamla......ekki gleyma að kvitta fyrir ykkur....ég veit að það eru fleiri en tveir sem skoða þessa síðu...!

0 comments:

Post a Comment

<< Home