Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, January 04, 2006

Your spunk is funky!!!

Sex and the city rúllar öll kvöld á Skjá Einum, ég er svo heppinn að hafa ekki séð nema lítinn hluta þessara þátta (hef ábyggilega verið að horfa á Friends þegar þeir voru sýndir). Ég kafnaði næstum úr hlátri yfir þessum þætti.....your spunk is funky!!! Úffff ég ætla nú ekkert að fara að deila minni persónulegu reynslu enda alls ekki staður né stund fyrir það....en á næsta stelpukvöldi mun þetta verða rætt í þula :)

Þá er maður dottinn í rútínu aftur...og ekki von á fríi fyrr en í byrjun apríl...svo verður komið vor áður en maður veit af.

Áramótaheit: ég ætla að setja sama heit og venjulega!
  • Lesa meira - amk. ein bók á mánuði.
  • Hreyfa sig meira
  • Svo ég noti nú bara tækifærið og steli línu frá Fríðu frænku.....svona á þetta að vera...LÍFIÐ ER BARA OF STUTT TIL AÐ EYÐILEGGJA ÞAÐ MEÐ MERKILEGHEITUM, SNOBBI OG LEIÐINDUM.
  • Gera hitt og gera þetta!

Svona segir spámaðurinn að árið mitt verði: Fiskurinn...Fullur af töfrum og hrekkjum - Móttækilegur - Auðsæranlegur

Ráðvilltur birtist fiskurinn í byrjun ársins. Hér er minnst á breytilegt sálarástand sem þú leitast við að stjórna á uppbyggilegan hátt. Þegar líður að byrjun mars mánaðar nærðu að komast yfir eðlislæga löngun þína sem er að fórna sér stöðugt fyrir aðra. Þú gerir þér að sama skapi ljósa þá ánægju sem fólgin er í óeigingjörnu starfi en þó án þess að ganga á eigin hlut.

Þér er líkt við Dóróþeu í Galdrakarlinum frá Oz: Full/ur af hrekkjum og töfrum. Veröld þín er nefnilega full af tilfinningalegum stormsveipum. En þú munt hafa fulla stjórn þegar sumarið hefst og verður sérstaklega móttækileg/ur og nærð að virkja dulræna krafta þína. Þú ert einstaklega góð/ur í samskiptum án orða allt árið framundan (dulrænn og öflugur kostur í fari þínu sem þú mættir nýta alfarið til hjálpar öðrum) en þar af leiðandi ræðir þú allt of sjaldan tilfinningar þínar sem skipta ekki síður máli. En þar sem þú ert að slíta þig árið 2006 frá óheilnæmum hlutum í fortíð þinni, þarft þú að leggja áherslu á að tjá þig með orðum í meira mæli. Þú getur komist hjá erfiðleikatímum (febrúar) á tilfinningasviðinu með því að leyfa ástvinum að deila með þér í meira mæli og ræða málin.

Stundum þarf maður að taka á honum stóra sínum ef maður er með opið hjarta eins og þú. Þá er mikilvægt að leyfa sér ekki að fá samviskubit þó öðrum líði illa yfir eigin vandræðum. Þú getur ekki bjargað heiminum.

Hættu að leyfa aðstæðum að draga úr þér máttinn, bæði í einkalífi og starfi. Þú mættir efla sjálfið frá og með deginum í dag með því að leggja þig fram við að verjast með því að draga þig svolítið útúr hringiðunni, taka hæfilega þátt í lífi annarra, auðsýna þörfum annarra samúð og hluttekningu en án þess að gleyma þínum eigin þörfum.

Ef einhver af stjörnunum skilur heildina þá ert það þú. Þú veist að það er oftar en ekki erfitt að læra í jarðneskum skóla og að allt hefur tilgang. Á hverri stundu getur hjartað lokist upp og nú, árið framundan, er komið að þér að hlusta á hjarta þitt og gerast áhrifavaldur í lífi þínu.

...og svo átti ég víst eftir að óska ykkur Gleðilegs árs og til hamingju með það nýja, megi það færa ykkur eitthvað nýtt og ótrúlega spennandi :)

0 comments:

Post a Comment

<< Home