Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, January 17, 2006

..og svo önnur fjölskyldu færsla!!!

Það má ekki gera upp á milli ömmu og afa...byrja á því að leiðrétta mig...í ár hefði amma Guðrún orðið 82 ára en ekki 72 eins og ég hélt!!

Hér kemur þetta:
Ég heyrði nýverið sögu af ömmu Guðrúnu sem ég ætla að láta fljóta hérna með. Amma mín var ekki há í loftinu, en máltækið margur er knár þótt hann sé smár á einstaklega vel við hana. Þetta gerist þegar amma og afi bjuggu á Heiðarveginum í eldgömlu og litlu húsi. Þegar amma ætlaði að fara að smella öllu stóðinu í rúmið voru góð ráð dýr. Amma tók þá bara hvern og einn orm háttaði hann og lét hann setjast í gluggakistuna. Þegar allir 6 (þarna voru bara sex) voru sestir í gluggann byrjaði amma aftur á byrjun, fyrst að þvo öllum, svo bursta, svo greiða, svo náttföt, svo sokkar, svo koss og svo hver og einn í sitt rúm. Alveg eins og á færibandi í frystihúsi.

Og meira af ömmu! Þegar það frysti á veturna bólgnaði og hjaðnaði á víxl í frostinu. Í mestu frostunum bólgnaði hurðarnar það mikið að ekki var hægt að loka þeim. Amma hörkukvendi kippti sér ekki upp við það heldur náði sér í hefil og heflaði ofan af hurðunum svo hægt væri að loka. Svo þegar voraði á ný munaði oft nokkrum sentimetrum á því að hurðirnar féllu að stöfum.

Það er ekki nema von að maður sé svona mikil hetja....eheheheh!!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home