Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, January 25, 2006

Hitabyssa er ekki hárþurrka

Viðvörun um að neytendur ættu ekki að nota hitabyssu sem hárþurrku hefur verið valin hjákátlegasta viðvörun liðins árs á vörumiðum. Hitabyssan gefur frá sér allt að 540 stiga hita á Celsius.

Er þetta í níunda sinn sem bandarísk samtök veita verðlaun fyrir hjákátlegustu viðvaranir ársins til að henda gaman að þeirri tilhneigingu Bandaríkjamanna að höfða skaðabótamál og áhrifum hennar á vörumerkingar.

Verðlaun voru einnig veitt fyrir næstkynlegustu viðvörunina, en hún fylgdi eldhúshníf: "Reynið aldrei að grípa fallandi hníf."

Þriðju verðlaunin voru veitt fyrir hanastélsmunnþurrku með korti af siglingaleið umhverfis eyju við strönd Suður-Kaliforníu: "Notist ekki við stjórn skipa eða báta."

Heiðursverðlaun voru veitt fyrir viðvörun á flösku af þurrkuðu gaupuþvagi sem notað er til að fæla skordýr frá garðplöntum: "Ekki ætlað til neyslu."

0 comments:

Post a Comment

<< Home