Sýklar
Spurning? Hvar finnur þú flesta miðla?
Jæja það er annar dagur í aðeins þynnra lagi, ekki eins slæmt og í gær en er samt. Við sátum tvær á Ölstofunni fram eftir nóttu og hittum allt frá læknum til sveppabónda, hvað skyldi svo falla þarna á milli.
Aníveis. Sýklar? Ég var að horfa á varpið í dag og fékk aðeins of margar gæsahúðir. Fyrst var handboltaleikur á milli Pólverja og Slóvena. Þar meiðist einn Pólverjinn og “læknirinn” í pólska liðinu kemur hlaupandi inn á völlinn með handklæði í hendinni og skúrar þennan rauðleita vökva framan úr sóknarmanninum pólska. Svo þurrkar hann af gólfinu og skokkar út með þetta fallega handklæði. Rétt seinna er tekið leikhlé og handklæðið góða kemur aftur í mynd, þar sem annar Pólverja notar það til að skúra sig í framan. Þeir eru ekki sýklahræddir þessir Pólverjar. Gúí!!
Næst á dagskrá er sundmót. Auðvitað veit maður þegar maður stingur sér í laugina að maður er að sulla í annarra manna skít. Best að hugsa ekkert of mikið um það, það hefur engan drepið að fara í sýklasund, alla vega ekki ennþá. Alla vega glæsilegur karlkyns sigurvegari í einhverju sundi, hann kemur í nærmynd. Þá safnar hann góðri slummu í munninn og hrækir henni svo beint í laugina sem hann sjálfur er að synda í. Sem sagt í lauginni flýtur nú góð hor-slumma út úr sundmanni frá sundfélaginu Ægir. Gúí!
…og svarið við spurningunni…auðvitað í fjölmiðla-fræði!!!!
Jæja það er annar dagur í aðeins þynnra lagi, ekki eins slæmt og í gær en er samt. Við sátum tvær á Ölstofunni fram eftir nóttu og hittum allt frá læknum til sveppabónda, hvað skyldi svo falla þarna á milli.
Aníveis. Sýklar? Ég var að horfa á varpið í dag og fékk aðeins of margar gæsahúðir. Fyrst var handboltaleikur á milli Pólverja og Slóvena. Þar meiðist einn Pólverjinn og “læknirinn” í pólska liðinu kemur hlaupandi inn á völlinn með handklæði í hendinni og skúrar þennan rauðleita vökva framan úr sóknarmanninum pólska. Svo þurrkar hann af gólfinu og skokkar út með þetta fallega handklæði. Rétt seinna er tekið leikhlé og handklæðið góða kemur aftur í mynd, þar sem annar Pólverja notar það til að skúra sig í framan. Þeir eru ekki sýklahræddir þessir Pólverjar. Gúí!!
Næst á dagskrá er sundmót. Auðvitað veit maður þegar maður stingur sér í laugina að maður er að sulla í annarra manna skít. Best að hugsa ekkert of mikið um það, það hefur engan drepið að fara í sýklasund, alla vega ekki ennþá. Alla vega glæsilegur karlkyns sigurvegari í einhverju sundi, hann kemur í nærmynd. Þá safnar hann góðri slummu í munninn og hrækir henni svo beint í laugina sem hann sjálfur er að synda í. Sem sagt í lauginni flýtur nú góð hor-slumma út úr sundmanni frá sundfélaginu Ægir. Gúí!
…og svarið við spurningunni…auðvitað í fjölmiðla-fræði!!!!
1 comments:
At 1:36 PM, Anonymous said…
Varstu þunn aftur? Ég var ekkert þunn, var meira að segja kölluð á aukavakt á sunnudeginum og var hin sprækasta.
En voða fyndinn brandarinn þinn um fjölmiðlana...eða þannig. :)
Post a Comment
<< Home