Buhu og grenj!!
Þessir dagar fá verðlaun fyrir að vera ömurlegir. Alveg magnað hvernig leiðindaatvik raða sér svona á sömu dagana.
Númer A: Glæsikerran mín til margra ára bilaði loksins. Kerruna er ég búin að eiga í nærri sex ár og hún hefur ekki bilað fyrr en nú, þá fyrir utan. Það er nú varla hægt að kvarta yfir því.
Næsta mál. Ég var að skera brauð í gær. Ekkert óvanalegt við það er það? Áður en ég vissi af skrapp fjandans hnífurinn af brauðinu og svúpp sneiddi utan af fingrinum. Ég gerði nú ekki mikið úr þessu. Vaskurinn var eins og í sláturtíð. Ég setti bara plástur ofan á plástur ofan á plástur þangað til blóðið hætti að renna. Smellti mér svo í bíó í gær og beit á jaxlinn yfir þessum aumgingjagang.
Í nótt blæddi mikið úr þessum blessaða putta og mikill sársauki. Ég fór svo í vinnuna í morgun og bað hjúkkuna að kíkja á þetta. Hún skammaðist aðeins og skipaði mér til læknis. Eftir tveggja tíma bið á bráðavaktinni var ég svo aftur skömmuð eins og krakki. Ég hefði sem sagt átt að fara í gærkvöldi og láta sauma í fingurinn. En þar sem ég beið svona lengi var ekkert hægt að gera nema skera flipann sem hefði verið hægt að sauma í burtu. Vá hvað þetta var vont. Á eftir var fingurinn með 90° horni þar sem ég tók sneiðina úr honum. Aulagangur. Læknirinn sagði þú verður ánægð með þetta ör á fingrinum. Ég held það verði bara í góðum stíl við örið á hinum vísifingrinum sem Haukur smellti þarna á í grunnskóla. Aulagangur.
Núna er ég svo komin með þessa blessuðu flensu. Ligg undir sæng með kveikt á fullt af kertum og skelf eins og hrísla. Með risaumbúðir á ljóta fingrinum mínum. Keyri um á Boru og vorkenni sjálfri mér í hauga.
Greinilegt að febrúar verður leiðinlegasti mánuður þessa árs....!
Númer A: Glæsikerran mín til margra ára bilaði loksins. Kerruna er ég búin að eiga í nærri sex ár og hún hefur ekki bilað fyrr en nú, þá fyrir utan. Það er nú varla hægt að kvarta yfir því.
Næsta mál. Ég var að skera brauð í gær. Ekkert óvanalegt við það er það? Áður en ég vissi af skrapp fjandans hnífurinn af brauðinu og svúpp sneiddi utan af fingrinum. Ég gerði nú ekki mikið úr þessu. Vaskurinn var eins og í sláturtíð. Ég setti bara plástur ofan á plástur ofan á plástur þangað til blóðið hætti að renna. Smellti mér svo í bíó í gær og beit á jaxlinn yfir þessum aumgingjagang.
Í nótt blæddi mikið úr þessum blessaða putta og mikill sársauki. Ég fór svo í vinnuna í morgun og bað hjúkkuna að kíkja á þetta. Hún skammaðist aðeins og skipaði mér til læknis. Eftir tveggja tíma bið á bráðavaktinni var ég svo aftur skömmuð eins og krakki. Ég hefði sem sagt átt að fara í gærkvöldi og láta sauma í fingurinn. En þar sem ég beið svona lengi var ekkert hægt að gera nema skera flipann sem hefði verið hægt að sauma í burtu. Vá hvað þetta var vont. Á eftir var fingurinn með 90° horni þar sem ég tók sneiðina úr honum. Aulagangur. Læknirinn sagði þú verður ánægð með þetta ör á fingrinum. Ég held það verði bara í góðum stíl við örið á hinum vísifingrinum sem Haukur smellti þarna á í grunnskóla. Aulagangur.
Núna er ég svo komin með þessa blessuðu flensu. Ligg undir sæng með kveikt á fullt af kertum og skelf eins og hrísla. Með risaumbúðir á ljóta fingrinum mínum. Keyri um á Boru og vorkenni sjálfri mér í hauga.
Greinilegt að febrúar verður leiðinlegasti mánuður þessa árs....!
2 comments:
At 8:56 AM, Gugga said…
Æ nei. Ég trúi þessu ekki dúllan mín. Ég hefði átt að drösla þér til læknis en ekki í bíó. Láttu þér batna kerlingin mín.
At 11:20 AM, Anonymous said…
Ljótt að heyra kerlingin mín :( Láttu þér batna af kvefi og í putta. Og ekki dæma febrúar strax leiðinlegan, hann er rétt að byrja og svo veit ég um skemmtilega manneskju sem á afmæli seinna í mánuðinum.
Post a Comment
<< Home