Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, February 09, 2006

10 leiðir til líkamsræktar!

Þar sem buddan þjáist af vægri tegund anorexíu er ekki hægt að láta alla drauma um líkamsrækt rætast. Þetta stendur samt til bóta og mun von bráðar verða tekið á Vísa rað. Þangað til eru hér 10 góðar leiðir til líkamsræktar.

1. Ekki fara á bíl í vinnuna. Ef ég fer á hjóli þarf ég góðan hálftíma til að koma mér frá stað A til B. Ef það er snjór og ófært fyrir hjólandi vitleysinga þarf ég góðan klukkutíma til að ganga í vinnuna. Þar sem Janus er heimskunnur fyrir eindæma hressleika á morgnana mun það ekki veitast honum erfitt að vakna klukkan hálf sjö til að ganga í vinnuna. Ehehhe!!

2. Taktu til. Hverjum er ekki sama þó þú hafir gert það í gær og daginn þar áður og þar áður. Líkamsrækt er holl. Best er að kaupa bara tannbursta og skúra með honum, þá er staður A aftur orðin skítugur þegar þú kemst á stað B. Þar sem Janus er einnig heimskunnur fyrir tuskuæði á heimsmælikvarða verður þetta ekki mikil viðbót.

3. Hreyfðu þig í stólnum eða bílsætinu. Já svona bara tja tja tja, sama þótt aðrir nærstaddir haldi að þú sért að undirbúa þig að tefla við páfann þá lætur þú ekkert stoppa þig og hristir rassinn á stólnum. Hann verður ekki lengi að verða stinnur og stífur þ.e. rassinn.

4. Nýttu biðtíma. Í röðinni í Bónus, á rauðu ljósi, í bið á símalínu…..Gerðu það að reglu að í hverjum biðtíma skulir þú spenna rassinn og haltu honum spenntum þangað til þú kemst að. Alveg pottþétt að þú vekur athygli, sérstaklega ef þú reynir að ganga með rassinn spenntan.

5. Borðaðu bara harðan mat. Þá þarftu að hafa meira fyrir því að tyggja hann og brennir meira meðan á því stendur. Allan mat er hægt að gera harðann með því að setja hann í frysti áður en þú borðar hann og eða geyma hann á borðinu í nokkra daga áður en þú borðar hann. Og ef það klýgjar þig er alltaf hægt að borða grænmeti í öll mál.

6. Sjónvarpið. Feldu fjarstýringuna. Eða taktu úr henni batteríin. Þá þarf að standa upp úr sófanum til að skipta um stöð, hækka, lækka og svo framvegis. Góð hugmynd. Í hverju auglýsingahléi gerir þú 20 armbeygjur og 30 kviðæfingar. Hahaha þetta er brilliant hugmynd.

7. Hlæðu. Vissir þú að gott hláturskast jafnast á við nokkrar mínútur á hlaupabrettinu. Stilltu reminder á símanum á hvern heila tíma, þá skalt þú fara að hlægja og bara hlægja!! Hverjum er ekki sama þó þú lítir út fyrir að vera skrítinn, með spenntan rass í hláturskasti í röðinni í Bónus….þú stundar ekki kynlíf á meðan….eheheheheh!!

8. Farðu með eitt blað í einu í endurvinnslugáminn. Í staðinn fyrir að safna blöðunum í marga daga skaltu fara reglulega í gönguferð með eitt og eitt blað í einu. Það þýðir nokkra göngutúra á dag. Eða eins og í mínu tilfelli 30 skref nokkrum sinnum á dag.

9. Dansaðu. Ef þú smellir þér á djammið ferðu ekkert á neitt kaffibrúsabrölt. Þú finnur þér stað þar sem þú getur dansað og svo dansar þú rassinn úr buxunum….það gerðist einu sinni í bókstaflegri merkingu á Þorrablótinu í sveitinni. En það er allt önnur saga. Hvar er svo hægt að dansa….elta Papana því þar er hægt að dansa. Ef allt gengur eftir nærðu góðum eróbikktíma út úr svona dansiballi. Og ef allt gengur mjög vel leiðir það að næsta lið…..

10. Stundaðu kynlíf. Erfitt fyrir einhleypa….en leiðir af sér góða brennslu þegar færi gefst. Sjálfboðaliðar óskast ;)
Pffffffff……….hver þarf kort í líkamsrækt????

0 comments:

Post a Comment

<< Home