Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, February 14, 2006

Við fórum á fyrsta deit.....

...og deitið leið og gekk ágætlega. Hvað er það sem ég fílaði ekki við þig?
Hér eru nokkrar hugmyndir af turn off!!

1. Slepptu símanum. Ef hann hringir einu sinni er í lagi að svara og segja ég er pínu upptekinn ég hringi í þig á morgun. Svo er gott að setja símann á silent og láta hann eiga sig það sem eftir er kvölds.

2. Ekki taka of stórt upp í þig. Ég á mjög bágt með að umgangast fólk sem skilur ekki að það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum og það þurfa ekki allir að vera sammála þér alltaf. Stundum er bara allt í lagi að vera ósammála og algjör óþarfi að kryfja það neitt nánar. Ekki vera samt skoðanalaus og segja bara Já og amen við öllu sem ég segi.

3. Ekki tala með fullan munninn. Ekki kaupa þér mat með lauk í þegar þú ert á fyrsta deiti því ef deitið fer vel og það endar á kossi kemur þú til með að smakkast eins og laukur tíhí!

4. Allt tal um fyrrverandi kærustur eða kærasta er á bannlista. Oh my god. Hvern langar til að vita eitthvað um fyrrverandi. Ef þú getur ekki sýnt fyrrverandi þá virðingu að vera ekki að úthúða í eyru annarra á fyrsta deiti ert þú engan vegin tilbúin til að fara á deit og hana nú.

5. Klæddu þig snyrtilega og vertu í tillögulega heillegum fötum. Það er mjög mikið turn off að sjá skítugar tennur, skítugt hár eða skítugar hendur.

6. Sparaðu hárgelið og ekki úða lyktinni í massavís yfir þig.

7. Í guðanna bænum sýndu að þú hafir metnað fyrir einhverju. Ég skil ekki metnaðarlausa einstaklinga. Ég hef svo sem ekkert á móti þeim sem eru að vinna t.d. í Bónus, en ef þú vinnur í Bónus og finnst það bara frábært þá skortir þig að mínu áliti metnað. Eigum við ekki alltaf að vera að þróast í starfi?

8. Ekki tala um erfiðleika í fjölskyldu, með vinum, úr fyrri samböndum. Ef þú gubbar því út úr þér á fyrsta deiti þá úfff........legg ég ekki í það tíunda.

9. Ekki tala of hratt, ekki vera taugaveiklaður, ekki fikta í öllu. Það er mitt hlutverk. Ekki smjatta á tyggjói meðan þú ert að tala, kannski bara sleppa tyggjóinu alveg.

11. Ekki vera með ástarjátningar á fyrsta deiti, undir þetta fellur líka allt tal um barneignir eða brúðkaup. Þá sérð þú nú bara undir hælana á mér.

12. Horfðu í augun mín meðan þú talar og þá skal ég horfa í þín.

Þetta er mín skoðun svo ekki verða reið yfir þessari lesningu.
Hljómar þetta illa? Vantar eitthvað á listann?

Næsta færsla mun bera heitið....Við fórum á fyrsta deitið og ég fílaði þig í tætlur vegna þess....!

2 comments:

  • At 11:41 PM, Blogger Halla said…

    Hahaha þetta er ekkert smá fyndið:) Greyið strákurinn verður að hafa með sér tékklista á deitið... Þú ert æði:)

     
  • At 5:16 PM, Blogger Gróa said…

    Úff hvað ég er fegin að hafa bara farið á eitt deit um ævina....

     

Post a Comment

<< Home