Bannfærð
Það er ekki öll vitleysan eins. Það er ekki oft sem maður heyrir þetta orð í dag, enda var þessi verknaður numin úr íslenskum lögum árið 1782. Í mínum huga verður til smá drama þegar ég heyri orðið bannfæring, einhver gerði eitthvað svo hræðilegt að hann eða hún var bannfærður. Að vera bannfærður hefur svo hræðilegar afleiðingar á líf þess sem ber þennan titil með sér. Ég fletti upp merkingu orðsins og komst af því að ég var ekki með réttan skilning á þessu öllu. Ég hélt að sá sem væri bannfærður yrði að fara úr landi og væri ef hann kæmi aftur réttdræpur, svona eins og gerist í Fornsögunum.... En það var nú víst ekki alveg þannig.
Bannfæring er í raun kirkjuleg refsing sem bannar iðrunarlausum syndurum að taka þátt í samfélagi kirkjunnar. Sem sagt þýðir þetta að sá bannfærði má ekki fara í messu. Kannski ekki svo mikil refsing á okkar tímum en var án vafa hræðilegt á biblíutímunum sautján hundruð og súrkál. Bannfæring er náttúrulega ekki dottinn algjörlega úr gildi. Páfi hefur ennþá vald til að bannfæra, hann getur meira að segja bannfært heilt hérað eða land þannig að meðan þessi bannfæring stendur yfir má ekki iðka neinar trúarlegar athafnir þar.
Anyways ástæðan fyrir þessum undarlegu skrifum er eins og stundum áður fyrirsögn í blaði. Ekki að ég sé að gagnrýna fjölmiðla eða yfirlesara eða aðra sem iðka það að skrifa á miðla sem fólk getur lesið. Heldur hitt að þessi fyrirsögn vakti athygli mína í morgun þegar ég las blaðið og ég bara varð að skrifa um hana.
Nú í blaðinu er sagt frá því að Paris Hilton hefur verið bannfærð úr Óskarspartýum. Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar má Paris sem er iðrunarlaus syndari því ekki taka þátt í samfélagi Óskars. Aumingja Paris, hún æddi víst inn í messu Óskars með nefið upp í loft og borgaði ekki í safnbaukinn þær 250 krónur sem hún átti að borga!!! En greyið bannfærða iðrunarlausa Paris er samt að reyna að bæta sig og er búin að lauma 1000 krónum í baukinn og vonar að kannski fái hún að njóta samvista við Óskar að ári.
Nú ku þetta allt vera í höndum páfa eða Elton John eins og hann heitir í Hollywood!!!!
Góðar stundir.
Bannfæring er í raun kirkjuleg refsing sem bannar iðrunarlausum syndurum að taka þátt í samfélagi kirkjunnar. Sem sagt þýðir þetta að sá bannfærði má ekki fara í messu. Kannski ekki svo mikil refsing á okkar tímum en var án vafa hræðilegt á biblíutímunum sautján hundruð og súrkál. Bannfæring er náttúrulega ekki dottinn algjörlega úr gildi. Páfi hefur ennþá vald til að bannfæra, hann getur meira að segja bannfært heilt hérað eða land þannig að meðan þessi bannfæring stendur yfir má ekki iðka neinar trúarlegar athafnir þar.
Anyways ástæðan fyrir þessum undarlegu skrifum er eins og stundum áður fyrirsögn í blaði. Ekki að ég sé að gagnrýna fjölmiðla eða yfirlesara eða aðra sem iðka það að skrifa á miðla sem fólk getur lesið. Heldur hitt að þessi fyrirsögn vakti athygli mína í morgun þegar ég las blaðið og ég bara varð að skrifa um hana.
Nú í blaðinu er sagt frá því að Paris Hilton hefur verið bannfærð úr Óskarspartýum. Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar má Paris sem er iðrunarlaus syndari því ekki taka þátt í samfélagi Óskars. Aumingja Paris, hún æddi víst inn í messu Óskars með nefið upp í loft og borgaði ekki í safnbaukinn þær 250 krónur sem hún átti að borga!!! En greyið bannfærða iðrunarlausa Paris er samt að reyna að bæta sig og er búin að lauma 1000 krónum í baukinn og vonar að kannski fái hún að njóta samvista við Óskar að ári.
Nú ku þetta allt vera í höndum páfa eða Elton John eins og hann heitir í Hollywood!!!!
Góðar stundir.
2 comments:
At 10:18 AM, Gugga said…
Hehe.....fyndin ;~}
At 9:06 AM, Anonymous said…
This comment has been removed by a blog administrator.
Post a Comment
<< Home