Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, March 12, 2006

Before and after!!!!

Loksins koma hér myndir af eldhúsinu fyrir og eftir sprautun. Loksins fór Janus í Kringluna og lét setja myndirnar á disk. Ég er búin að ætla að gera það síðustu fjóra mánuði...úfff hvar er hægt að sækja um lengri sólarhring. Svona er flottasta eldhúsið sunnan Alpafjalla.

Svona var eldhúsið fyrir innrás Janusar hins bláa!!!



Ég ætla ekki að byrja enn eina færsluna á að tala um veðrið, enda ekki fyrir venjulegt fólk að fylgjast með þeim breytingum. Helgin búin og svei mér þá ef þetta var ekki bara hin rólegasta slökun. Fór reyndar aðeins út á föstudaginn, bara svona til að sýna góðan vilja. Síðan hef ég horft á ótrúlega mikið af dvd. Er búin að undirbúa klukku-tíma þ.e. 8 kennslustundir þar sem ég ætla að kenna á klukku...það er nú meira en að segja það. Sekúndur verða að mínútum, mínútur verða að korteri, hálftíma, klukkutíma, klukkutímar að sólarhring og sólarhringar að viku, mánuðum og árum. Það er vonandi að blessuð börnin hafi gott af þessari helgarvinnu.
Það þarf ekki lengur að fara niður í bæ á laugardagskvöldi til að sjá fólk sýna kögglana. Nei, nei við getum bara horft á myndir frá Alþingi...fyrr skal ég dauður liggja en að borga fyrir vatnið mitt. Ef það er ekki í sjónvarpinu getur maður lesið það á heinum ýmsustu bloggsíðum stjórnmálamanna.
Verðlaun dagsins hlýtur Íslandsbanki fyrir að vera fyrsta peningafyrirtæki Íslands sem ekki kaus að skíra sig group. Glitnir heitir þessi nýi banki. Til hamingju Íslandsbanki fyrir að sýna meiri frumleika heldur en mörg önnur íslensk fyrirtæki með útþrá.

0 comments:

Post a Comment

<< Home