Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, March 09, 2006

...og svo áfram!!

Í ræktinni er fleira að sjá en vöðvatröll með samfarasvip.

Í ræktinni breytast viðmiðin. Upphafsmarkmiðið var að komast tvo kílómetra, eftir það varð markmiðið að komast tvo kílómetra hlaupandi, næsta markmið var að hlaupa tvo kílómetra á 8.0 og svo að hlaupa tvo kílómetra á 8,5 svo urðu það tveir kílómetrar á 9.0 og í dag er markmiðið að komast þessa tvo kílómetra á 10. Eftir það er mátulegt að lengja vegalengdina og byrja upp á nýtt. Ég komst líka af því að ég er alveg hryllilega hallærisleg. Mér líkar ekki tónlistarstöðvarnar sem í boði eru. Ég reyndi að fara með litla útvarpið mitt en það nær ekki neinni rás inni í þessu gímaldi sem heitir Egilshöll. Ég fór því bara með litla ferðageislaspilarann minn....og það er sko ekki inn. Núna er það Ipod eða gsm-sími sem notað er að til að hlusta á tónlist í þessum aðstæðum. Mér leið eins og ég væri með Motorola farsíma með snúru! Ég segi því bara það sem ég hugsa.....mig langar í Ipod.

Ég fór reyndar í Body pump tíma áðan og líkaði það vel. Gott ef það eru ekki nokkur myndarleg vöðvatröll í þessum tímum...including myself :)

Brúðkaupsþátturinn Já er að fara af stað enn eitt sumarið. Skyldi stjórnandinn ekki verða leið á því að eyða öllum sumrum í að fara í brúðkaupsveislur hjá fólki sem hún þekkir ekki. Þetta var umræðan á kennarastofunni í dag, í bland við Lífsstykkjabúðina. Þar var líka sagt frá hjónum sem héldu þetta massíva öskubuskubrúðkaup en frá því var sýnt í fyrsta þættinum í fyrstu seríunni. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema að hjónin voru skilin eftir þrjár vikur og enn í dag er þetta brúðkaup notað til að auglýsa hin fullkomnu draumabrúðkaup. Sorglegt finnst ykkur ekki??? Ekki myndi ég vilja horfa upp á þetta aftur og aftur.

Ég er að fá gesti frá Ameríkunni til mín um næstu helgi, þau ætla sofa í sófanum í alveg fimm daga, það verður ábyggilega skemmtilegt að gerast fararstjóri um landið mitt eins og þau gerðu með landið sitt síðasta sumar.

Sendi kveðjur til FSu. manna sem duttu út úr Gettu betur í kveld. Það hafði ekki áhrif að ég æpti á skjáinn og léti öllum illum látum fyrir framan hann. Það gekk víst ekki. Þrátt fyrir að alla vega einn af þessum FSu. herramönnum væri af sérstaklega góðum ættum...veslingar höfðu það í þetta sinn. En við munum sjá okkar menn tvíelfda að ári.

2 comments:

  • At 2:02 PM, Anonymous Anonymous said…

    Þú sagðir að þig langaði í Ipod. Ég á MP3 spilara sem ég nota ekkert, en ég væri alveg til í að lána þér um óákveðinn tíma. Á nefnilega 2 stk og nota bara annan.

    kv. Halla E

     
  • At 1:11 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Hei það væri nú bara magnað....ég hringi :)

     

Post a Comment

<< Home