Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, March 08, 2006

Pumpa!

Þegar ég heyrði orðið pumpa dettur mér í hug svarta pumpan á rauða Trumpf hjólinu mínu. Í ræktinni hefur orðið pumpa allt aðra meiningu. Það er orð notað á meðal boltana sem stunda það að lyfta þungum lóðum í fáum endurtekningunum. Ég hef aldrei skilið þessa pumpu-lyftingar. Enda hef ég aldrei skilið þessa þörf hjá fólki að líta út eins og uppblásin Michelin-maður. Stundum langar mig að benda þessu gaurum á að þeir myndu fá helmingi meira út úr pumpunum með því að pumpa helmingi hægar....hægt er alltaf betra...mmmm!!

Svo ég tali nú ekki um samfarasvipinn. Þegar maður pumpar svona mikið er það bara vont meðan á því stendur og því alveg stórmerkilegt að pumpararnir gangi um með þennan "sársaukasvip" á andlitinu í tíma og ótíma. Og hvað með göngulagið, það er eins og þeir gangi með trumpf pumpuna mína á milli hnjánna....hmmm!!!

Ég var samt ánægð með pumparann sem kom í ræktina, gekk í fimm mínútur á brettinu við hliðina á mér. Fór svo og pumpaði með lóðum samtals gerði hann 9 æfingar, sex endurtekningar á hverri æfingu, samtals 54 pumpur. Svo kom hann aftur á brettið við hliðina á mér því ég var ekki búin með mínar tuttugu mínútur. Þar eyddi hann óratíma í að stilla brettið eftir kúnstarinnar reglum, setti það af stað, gekk í eina mínútu og fimmtíu og sjö sekúndur og þá hringdi gemsinn hans og þar með var hann farinn. En góður árangur á ekki nema 15 mínútum...til hamingju með þetta.

0 comments:

Post a Comment

<< Home