Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, March 29, 2006

Fleira og fleira

Ég var að koma af tónleikum. Skellti mér í Grafarvogskirkju þar sem nokkrir kórar voru að syngja Brynjólfsmessu sem Gunnar Þórðarson samdi sérstaklega til að heiðra þennan snilling Brynjólf Jónsson sem á nú um það bil 500 ára afmæli….og til hamingju með það að eiga afmælisdag. Alla vega skemmtilegir tónleikar með fullt af kunnuglegum andlitum, bæði úr sveitinni og úr Keflavík. Svei mér þá að ég sakni ekki Skálholtskórs.

Hvað meira….Okkur stóð nú ekki á sama í dag þegar fallegi kofaskólinn okkar stóð í miðjum sinueldi og það engum smá sinueldi. Þetta var nú svolítið spennandi. Ég óð í gegnum þvílíka bræluvegginn og veiddi bílinn minn í burtu. En auðvitað er þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt því vindáttinn ýtti bæði eldi og brælu frá skólanum. En þetta var nú samt frekar óhugnaleg sjón svona út um gluggann með alla ormana í kringum sig.

…og svo meira? Allt í einu er sumarið að leggjast. Þarf að velja á milli þess að vinna mér inn smá aur í byrjun í sumars eða fara á flottustu eyju á Íslandi að týna dún og egg. Það væri mjög spennandi ef ekki væri fyrir fuglaflensu. Úfff það er búið að hræða börnin svo mikið með þessari fugluflensu að þau þora varla að lesa Andrés Önd…..hahaha!!

…þið sem heimsækið mig mættuð nú alveg kvitta fyrir kaffinu.

4 comments:

  • At 11:07 AM, Blogger Halla said…

    En spennandi að fara að týna dún og egg. Í þínum sporum myndi ég ekki hafa áhyggjur af fuglaflensu ef þú bara sýður fuglana, eggin og hendurnar á þér daglega, elskan mín ekkert mál, hefur bara með þér prímus:) Hvaða eyja er þetta?

     
  • At 4:19 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Hún heitir Hvallátur!!!

     
  • At 8:38 AM, Blogger Gugga said…

    Og hvar færðu aukapening?

     
  • At 10:00 AM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Í vinnu við sumarbústað í Grímsnesinu...! Það er náttúrulega alveg jafn slakandi :) Ég get hreinlega ekki beðið eftir sumrinu :)

     

Post a Comment

<< Home