Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, March 26, 2006

Ég var í afmæli

Þegar fyrsta kertið brann út snérist umræðum um aukakíló. Við annað útbrunna kertið snérist umræðan um brjóst og batterí. Þriðja kertið kallaði á samtal um samkynhneigða og löngu gleymdar fimmtudagsskemmtanir. Þegar fjórða og síðasta kertið brann út var talað um listir, listamenn og sýningar.

Niðurstaðan er ljós, við vinkonurnar erum ekkert smá menningarlegar. Við tókum svo leigubíl niður í bæ, þetta var skemmtileg ökuferð og hefði verið skemmtilegt að geta lengt hana……je that will be the day. Leigubílstjórinn átti heldur ekki orð yfir þessi fögru fljóð sem hann brunaði með um miðbæinn. Hann spurði hvaðan eruð þið stelpur….svarað við erum allar utan af landi. Hann svarar: það hlaut að vera því þið eruð svo skemmtilegar. Næst spurði hann hvað gerið þið? Nú við erum Fjölmiðlafræðingur, viðskiptafræðingar, ferðamálafræðingur og kennarafræðingur…..sem sagt stór bunki af fræðingum í einum og sama bílnum.

Alla vega Ölstofan var skemmtileg eins og venjulega og Janus var í sérstökum spjallham þetta kvöldið og óð í gegnum hvern kúnnann á fætur öðrum. Einum leist Janusi þó sérstaklega vel á og eftir nokkra stund í spjalli ákvað hann að kanna kauða betur. Alla vega eftir smástund heldur spjallið áfram og allt í einu fær Janus svona á tilfinningu að eitthvað sé ekki eins og það á að vera og ákveður til að vera viss að spyrja….Bíddu áttu konu???? Kauðinn horfir til baka með höndina þar sem hann ætti ekki að vera með hana og svarar kokhraustur….Já ég á konu…er það eitthvað vandamál eða?? Ple….er ekki allt í lagi.

Þegar hér var komið við sögu var því best að pakka saman og halda heim á leið eftir óvænt og skemmtilegt kvöld.

0 comments:

Post a Comment

<< Home