Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, April 03, 2006

Rúllandi tómatur

Mýrarnar brenna breytist í Mýrarnar vökna. Hefði nú ekki verið leiðinlegt ef þessi subbulegi dagur hefði frekar komið föstudaginn eða laugardaginn. Það liggur við að maður andi léttar eftir þessa þurru daga.

Það rúllaði tómatur niður brekkuna fyrir utan íbúðina mína. Gamall maður stoppaði og horfði á tómatinn, hann benti krökkum á tómatinn og þau stoppuðu líka og horfðu á tómatinn rúlla. Einhverra hluta vegna stoppaði ég bílinn minn og leyfði tómatnum að rúlla áfram niður götuna í stað þess að keyra á hann og búa til tómatsósu eins og í uppáhaldsbrandara barnanna í bekknum mínum. Tómaturinn rúllaði því áfram niður brekkuna og hver veit hvar ferð hans stöðvaðist. Það er ekki oft sem tómatur fær svona ókeypis ferðalag.

Spurning dagsins er þessi. Hvernig geta tveir 175 gramma hamborgarar sem kosta 239 krónur stykkið verið samtals 298 grömm og kostað 239 krónur?? Er þetta kannski einhver ný stærðfræði sem aðeins er kennd á þjálfunarnámskeiði hjá Nóatúni?

1 comments:

  • At 8:48 AM, Blogger Gugga said…

    Þetta er svona eins og með bensínið sem fjallað var um í Spaugstofunni um daginn. Verðið getur bara farið upp....ekki niður.

     

Post a Comment

<< Home