Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, April 08, 2006

Litlir hlutir.

Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli:

Ég er komin í páskafrí, þarf ekki að hugsa aftur fyrr en þriðjudaginn 18. apríl, spáið í því.

Það er miði í nýju nælonsokkabuxunum mínum þannig að nú fer ekki á milli mála hvað á að snúa aftur og hvað fram.

Ég opnaði Birtu og sé gamla vinkonu í blaðinu, fyrir vikið var þessi Birta aðeins skemmtilegri en allar hinar. Brennslan hennar er án vafa góð en Janus þekkti ekki eitt lag sem í henni var, enda hefur hún ekki lengur tækifæri til að hlusta á útvarp (og þar af leiðandi tónlist) eftir að öll útvarpstækin á bænum frömdu sjálfsmorð á sama tíma. Það er víst ekki hægt að bjóða þeim endalausan viðbjóð!!

Gönguferð á laugardegi með vinkonunum og djamm þegar líður að kveldi.

Söngvakeppni framhaldsskólanna.....ahhhhhhhhh...sorry ég er bara nörri. Get ekki beðið eftir Júróvísion - og útvarpið snérist í gröfinni.

Fermingarveisla á morgun, matarveisla, ahhhh!!

Já það er gaman að vera til......góðar stundir!

2 comments:

Post a Comment

<< Home