Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, April 06, 2006

Að ganga á vatni

Einhverjir vísindamenn í Langtíburtistan eru búnir að komast að Jesús gekk ekki á vatni.
Þið munið kannski eftir þessari sögu, ef ekki þá getið þið rifjað hana í bók sem Biblía og ætti að vera aðgengileg í flestum betri bókahillum. En nei! það var heldur betur brugðið betri fætinum fyrir þann rithöfund. Samkvæmt þessum vísundum var hitastigið á jörðinni á þessum tíma þannig að vatnið sem Jesús á að hafa gengið á var að öllum líkindum frosið. Þar sem lærissveinarnir voru langt í burtu og engin mengun var í vötnum á þessum tíma var ógerlegt fyrir þá að sjá að Jesús gekk á ís en ekki vatni. Þannig varð þessi misskilningur til og varla við neinn að sakast, eða hvað?

Trúi nú hver sem vill og betur getur. Ég spyr nú bara, hvers vegna eru þessir vísindamenn ekki að gera eitthvað mikilvægara en að velta sér upp úr þessu t.d. finna lækningu við krabbameini nú eða tískuveikinni fuglaflensu?

Af þessu tilefni er við hæfi að enda færsluna á rétta orðinu……Amen!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home