Heimsfréttir
Íþróttir og hreyfing eru samkvæmt orðabók Janusar: tilfærsla á líkama til vinstri eða hægri, afturábak eða áfram með það að markmiði að þjálfa vöðva. Íþróttir er mjög fjölbreyttur málaflokkur sem nær allt frá hugarleikfimi í skák eða bridds, skúringum eða krullu, keyrslu eða kappakstri, til boltaíþrótta af ýmsu tagi. Nú er framundan tuðrusparkaveisla betur þekkt undir nafninu HM í knattspyrnu sem haldið er í Þýskalandi á næstu vikum. Það er allt í uppnámi, áhugamenn um knattspyrnu eru búnir að mæta veikir í vinnuna í allan vetur því nýta á uppsafnaða veikindadaga í það að horfa á gulldrengi sparka blöðru. Ekki ætla ég að vera með stórar yfirlýsingar enda fótbolti aldrei eins skemmtilegur og á HM.
Nú Þjóðverjar bíða spenntir eftir að þetta skelli á og eru í óðaönn að búa sig undir að taka á móti þeim ótrúlega fjölda fólks sem sækir þessa skemmtun. Veitingahús spretta upp á þeim þrettán stöðum sem spilað verður á. Hótel fá nýjar sængur og bjórinn er bruggaður sem aldrei fyrr. Eitt er þó sem setur svartan blett á þessa miklu íþróttakeppni. Þannig er nefnilega að í Þýskalandi var vændi lögleitt fyrir nokkrum árum og því spretta upp samhliða veitingahúsunum, vændishús. Í Berlín er til dæmis verið að byggja vændishús sem tekur hvorki meira en minna 650 viðskiptavini á sama tíma!!!! Eins og hver maður sér og skilur eiga Þjóðverjar ekki svona mikið af ungum kvennmönnum sem reiðubúnir eru til að selja blíðu sína til einhverrar þjóðar fótboltabullu og því mannsal stundað sem aldrei fyrr. Straumur að konum í leit að betra lífi liggur beint inn í íþróttahöllina í bólfimi. Hvernig dettur siðmenntaðri þjóð í hug að lögleiða þessa íþrótt?? Þetta finnst mér setja mjög svo dökkan svip á þessa veislu sem framundan er og ég vona heitt og innilega að Olympíuleikarnir með sínum gildum og siðum verði aldrei haldnir í Þýskalandi.
Ef ég ætti heima í Simababve væri ég orðin öldungur, ein af þessum sem sjást í bíómyndum reykandi friðarpípu og ráðleggja öðrum hvað best væri að gera í tilteknum aðstæðum t.d. ekki fara til Þýskalands næstu vikur í leit að betra lífi. Í Simababve ætti ég aðeins eftir að lifa í fimm ár til að vera búin að ná meðalaldri. Spáið í því....þar er ekki hægt að segja að lífið byrji um fertugt því þegar þú ert orðin fertugur þá ertu bara dauður. Hvernig dettur okkar siðmenntaða heimi í hug að láta svona sorglegar lífslíkur ná tökum á heilli þjóð.
Ég hef fundið hina ultimate afsökun fyrir þeim aukafarangi sem ég burðast með n.t. kílóum. Ástæðan fyrir þeim er að ég sef of lítið. Rannsóknir hafa sýnt að sá sem sefur of lítið, hann borðar of mikið. Þetta er vegna þess að allir hormónar fara í vitleysu þegar líkaminn hvílist ekki nóg og því vinnur líkaminn upp svefnleysið með því að kalla eftir sykri, fitu og óhollustu. Ég er því ekkert of þung, nei ég bara sef of lítið!!!!
Ég bara verð að drífa mig erlendis því það er útsala í Fríhöfninni. Múhahahahah....hver verslar þar annað en áfengi og krossgátur? og hver drífur sig erlendis vegna þess að Fríhöfnin auglýsir útsölu??
....þetta er ein af löngu færslunum og ef einhver er ennþá að lesa þá segi ég við hann Gleðilega páska og passið ykkur að sofa nógu mikið um hátíðina!!!!
Nú Þjóðverjar bíða spenntir eftir að þetta skelli á og eru í óðaönn að búa sig undir að taka á móti þeim ótrúlega fjölda fólks sem sækir þessa skemmtun. Veitingahús spretta upp á þeim þrettán stöðum sem spilað verður á. Hótel fá nýjar sængur og bjórinn er bruggaður sem aldrei fyrr. Eitt er þó sem setur svartan blett á þessa miklu íþróttakeppni. Þannig er nefnilega að í Þýskalandi var vændi lögleitt fyrir nokkrum árum og því spretta upp samhliða veitingahúsunum, vændishús. Í Berlín er til dæmis verið að byggja vændishús sem tekur hvorki meira en minna 650 viðskiptavini á sama tíma!!!! Eins og hver maður sér og skilur eiga Þjóðverjar ekki svona mikið af ungum kvennmönnum sem reiðubúnir eru til að selja blíðu sína til einhverrar þjóðar fótboltabullu og því mannsal stundað sem aldrei fyrr. Straumur að konum í leit að betra lífi liggur beint inn í íþróttahöllina í bólfimi. Hvernig dettur siðmenntaðri þjóð í hug að lögleiða þessa íþrótt?? Þetta finnst mér setja mjög svo dökkan svip á þessa veislu sem framundan er og ég vona heitt og innilega að Olympíuleikarnir með sínum gildum og siðum verði aldrei haldnir í Þýskalandi.
Ef ég ætti heima í Simababve væri ég orðin öldungur, ein af þessum sem sjást í bíómyndum reykandi friðarpípu og ráðleggja öðrum hvað best væri að gera í tilteknum aðstæðum t.d. ekki fara til Þýskalands næstu vikur í leit að betra lífi. Í Simababve ætti ég aðeins eftir að lifa í fimm ár til að vera búin að ná meðalaldri. Spáið í því....þar er ekki hægt að segja að lífið byrji um fertugt því þegar þú ert orðin fertugur þá ertu bara dauður. Hvernig dettur okkar siðmenntaða heimi í hug að láta svona sorglegar lífslíkur ná tökum á heilli þjóð.
Ég hef fundið hina ultimate afsökun fyrir þeim aukafarangi sem ég burðast með n.t. kílóum. Ástæðan fyrir þeim er að ég sef of lítið. Rannsóknir hafa sýnt að sá sem sefur of lítið, hann borðar of mikið. Þetta er vegna þess að allir hormónar fara í vitleysu þegar líkaminn hvílist ekki nóg og því vinnur líkaminn upp svefnleysið með því að kalla eftir sykri, fitu og óhollustu. Ég er því ekkert of þung, nei ég bara sef of lítið!!!!
Ég bara verð að drífa mig erlendis því það er útsala í Fríhöfninni. Múhahahahah....hver verslar þar annað en áfengi og krossgátur? og hver drífur sig erlendis vegna þess að Fríhöfnin auglýsir útsölu??
....þetta er ein af löngu færslunum og ef einhver er ennþá að lesa þá segi ég við hann Gleðilega páska og passið ykkur að sofa nógu mikið um hátíðina!!!!
0 comments:
Post a Comment
<< Home