Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, April 18, 2006

Málshættir

Sú var tíð að maður fékk gáfulega málshætti í páskaegginu sínu. Þar sem ég borða ekki og borðaði ekki súkkulaði á mínum yngri árum var það liggur við það eina sem var spennandi við eggið. Margt svekkelsið hefur þó komið upp af óskiljanlegum málsháttum. Meira að segja man ég eftir því að hafa fengið sama málsháttinn tvö ár í röð.

Alla vega...á ferð minni um höfuðborgina í dag hlustaði ég á Reykjavík síðdegis (ég er að verða svo ótrúlega þroskuð). Þar var sem sagt verið að ræða um málshætti. Nokkrar reiðar konur hringdu og kvörtuðu yfir því að HAFA EKKI FENGIÐ NEINNI MÁLSHÁTT!!! Páskarnir ónýtir því engin komu heilræðin.

Ég fékk páskaegg þetta árið eins og öll hin árin, náttúrulega braut það í sundur og leitaði að málshættinum og gaf svo eggið til súkkulaðigrísa. Málshátturinn var Augun eru spegill sálarinnar, flottur málsháttur en spekin kannski ekki alveg ljós.

Í Reykjavík síðdegis hringdi ein eldri kona sem fékk "Dapur er dráttlaus maður".....múhahahhahaha það hefði ég viljað fá :)

Það besta sem ég heyrði annars í þessum heilræða bransa þessa páskana var þessi flotta speki fengin að láni af annarri bloggsíðu....Þegar þú bendir með einum fingri, þá benda fjórir á þig!! Þetta þyrfti maður að geyma ofarlega í huganum :)

Döpur er dráttlaus kona...................hahahahahahhahahahahah!!!
Góðar stundir!!

2 comments:

  • At 11:40 AM, Blogger Halla said…

    Hahahaha ekkert smá sniðugur málsháttur:) Takk fyrir hjálpina um páskana:)

     
  • At 11:46 AM, Blogger Helena said…

    Gleðilegt sumar snillingur, minn málsháttur var: Sjaldan er flas til fagnaðar!!! Spurning hvort þetta passi stundum við mann ehehe....

     

Post a Comment

<< Home