...og meira
Ég vaknaði í morgun í hreina rúminu mínu eftir mjög svo slaka og rólegheita helgi. Það var náttúrulega dregið fyrir gluggann en ég sá hvernig sólin teygði anga sína framhjá gardýnunni og vakti í brjósti mér þrá eftir sólardegi. Ég náttúrulega Snoozaði eins og prinsessum einum er lagið og lét mig dreyma um lautarferð eftir hádegið með ungana mína. Fuglarnir sungu og sumarið töfraði.
Það var því eins og að stíga inn í aðra vídd þegar ég loksins fór fram í stofu og sá að jörðin var alhvít! Hver pantaði þetta? Ég held að landin hafi verið hálfdofin yfir þessari vitleysu, búið að sekta brósa fyrir að vera á nagladekkjum og svo hrósar maður happi yfir því að hafa ekki verið búin að taka naglana undan. Ég var tuttugu mínútur á leiðinni í vinnuna í stað átta mínútna.
Hvar er sumarið?
Það var því eins og að stíga inn í aðra vídd þegar ég loksins fór fram í stofu og sá að jörðin var alhvít! Hver pantaði þetta? Ég held að landin hafi verið hálfdofin yfir þessari vitleysu, búið að sekta brósa fyrir að vera á nagladekkjum og svo hrósar maður happi yfir því að hafa ekki verið búin að taka naglana undan. Ég var tuttugu mínútur á leiðinni í vinnuna í stað átta mínútna.
Hvar er sumarið?
1 comments:
At 9:33 AM, Gugga said…
Heyrði konu frá veðurstofunni lofa því í gær að þetta yrði síðasta slettan sem veturinn gæfi frá sér. Svo ekki örvænta....sumarið kemur á fimmtudaginn....hehehe ;)
Post a Comment
<< Home