Kláði
Ég var að baka pitsu. Ég var rétt byrjuð að hnoða deigið þegar mér fór að klæja alveg hryllilega í nefið. Svo mikill var kláðinn að ég þvoði á mér hendurnar svo ég gæti klórað eins og mig lysti. Eftir nokkrar snýtur og hnerra réðst ég aftur í deigið og með það sama byrjaði kláðinn aftur. Hvernig stendur á því að manni klæjar alltaf í nefið þegar hendurnar eru skítugar??
0 comments:
Post a Comment
<< Home