Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, May 02, 2006

Guð hjálpi þér

Ég fór í Bónus í dag. Það var mikið að gera í Bónus í dag. Ég var eitthvað sérstaklega þung í skapinu í dag í Bónus. En mér ofbauð eftir smá tíma yfir stressinu og geðvonskunni í hinu fólkinu. Ég ákvað því að taka þetta bara rólega og slaka á stressteygjunni.

Alla vega. Það hnerraði maður rétt hjá mér og svona ósjálfrátt í bland við kurteisi sagði ég: Guð hjálpi þér! Maðurinn snarstoppaði og glápti á mig, þannig að ég varð eins og kjáni og skrölti í burtu með körfuna mína!

Kannski var hann bara guðleysingi og vildi ekki heyra svona kurteist hjal. Kannski hefði ég átt að segja gesundheit og svara svo bara á þýsku ef hann reyndi að tala við mig.

Stóra spurningin er: er dónalegt að segja Guð hjálpi þér við ókunnugann mann í Bónus?

4 comments:

  • At 8:14 AM, Blogger Gugga said…

    Þú sýndir náungakærleik á almannafæri, spurning um hvort þú sért bara ekki gamaldags.

    ps. Hvað á ég að elda í nýja fallega grillinu mínu?

     
  • At 8:25 PM, Blogger Halla said…

    Hann hefur bara verið steinhissa og orðlaus yfir þessarri manngæsku sem þú sýndir honum með því að vilja honum ekki pestar og biðja guð að hjálpa honum þar sem hann var kominn með fyrstu einkenni pestarinnar. Manneskjur eins og þú eru ekki á hverju strái Janus í þessu þjóðfélagi þar sem flestir eru sjálfhverfir og huxa bara um sjálfs síns rassgat. Menn eins og herra hnerri sem áreiðanlega er einn af hinum góðu halda að öllum hinum hljóti að vera skítsama um þá... En nú veit hann betur:)

     
  • At 10:13 PM, Anonymous Anonymous said…

    Neibb það er ekki ókurteisi Jana mín, spurning samt um að fara í krónuna næst:-)
    En hvað er svo með frænkuhittings, verður það ekki að bresta á í sumar???:-)

     
  • At 10:18 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Takk fyrir það dömur mínar, ég ætlaði líka að segja það hvort ég væri ókurteis!!!

    Frænkuhittingur verður að fara að bresta á!!!

     

Post a Comment

<< Home