Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, May 27, 2006

Frændur mínir!!!!

Ég lá með litlu frændum mínum á gólfinu í dag og horfði á Bubba byggir. Skófli, Trausti, Moki, Valti, Loftur, Hringla, Hrappur, Snotra, Selma og Bubbi. Það er ótrúlegt hvað þessir þættir fanga athygli krakka. Þeir hafa náttúrulega upp á allt að bjóða, Loftur er hræðslupúki sem getur þó allt þegar hann einbeitir sér að því, Skófli er töffarinn í hópnum sem fer alltaf einu skrefi of langt, Hrappur er eins og nafnið gefur til kynna "vondi karlinn" í hópnum, hann er alltaf að stríða hinum vélunum sérstaklega Lofti hræðslupúka. Hrappur er samt góður inn við beinið og endar alltaf á því að taka um fugluhræðuhausinn sinn og segja sorgmæddur....ohhh þetta er allt mér að kenna, fyrirgefðu Loftur ég ætlaði ekki að hræða þig. Alla vega, eftir að hafa horft á nokkra þætti á Bubba fórum við í flugferð út í geim í rólunni úti á lóð. Heimsóttum bæði Plútó og Bandaríkinn sem er víst pláneta rétt hjá Satúrníus....! Fyrir svefninn lásum svo ótrúlega skemmtilega bók um dýr. Til að gera söguna spennandi fórum við herma eftir hljóðunum í dýrunum. Vorum býsna klár við þetta: kindin segir me, kýrin segir mu, uglan segir úúúú og krókódílinn hann ku víst segja krók, krók, krók!!!

Þeir eru skemmtilegir þessir litlu gaurar. Ætla að enda söguna á hápunkti síðasta hittings okkar. Þá keyrðum við niður Laugarveginn og ég skrúfaði rúðuna mína niður í góða veðrinu. Eitthvað fór það í taugarnar á Árna mínum og hann bað mig um loka glugganum. Ég sagði honum að ég yrði að hafa gluggann opinn svo ég gæti horft á strákana! Þá skellti hann upp úr og sagði stundarhátt: Jana þú ert svo mikill kjáni, við erum strákarnir þínir!!!

Ohhhh!

2 comments:

  • At 1:46 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ Janus, gaman að slysast inná síðuna þína! Rosalega er langt síðan ég sá þig síðast, verðum endilega að kíkja gamla rúntinn sem við fórum í hádeginu þegar að við vorum í bæjarvinnunni saman. Manstu, við vorum uppáhaldið hans Snorra rauða því að við vorum vinnusjúklingar og neituðum aldrei yfirvinnu hahah.Snilldar sumar! Láttu heyra í þér,sendi með emailið mitt. Kveðja úr sólinni, Kolbrún Dögg

     
  • At 5:52 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    Sæl Kolla beib og já ég man sko rigningarsumarið mikla sem við unnum saman....það var skemmtilegt þrátt fyrir allt. Snorri sem við líktum við þýskan x%&qleikara!!
    Gaman að heyra frá þér og endilega vera í bandi :)

     

Post a Comment

<< Home