Dagurinn
Já það má með sanni segja að þessi dagur fari í sögubækurnar sem einn af þeim undurlegu.
Ég fór í inntökupróf fyrir skólann næsta vetur, það gekk bara vel fyrir utan það að Janus vafðist tunga um tönn og um stund leit út fyrir að hann gæti ekki talað ensku. Veit ekki hvernig á þessu stóð, alveg magnað skal ég ykkur segja. Hef verið altalandi á enska tungu frá að minnsta kosti átján ára aldri, en svona er þetta bara stundum.
Ég var frekar svekkt út í sjálfa mig þegar út var komið og ákvað að gera eitthvað til þess að dreifa huganum. Í þessum þungu þönkum ákvað ég að skella mér á línuskauta í Grafarvoginum. Fínustu stígar hér allt í kring sem ég hef ekki prófað nema á tveimur jafnfljótum. Alla vega þarna kem ég fleygiferð niður brekku og skelli mér undir brú og veit ekki fyrr en ég sleiki malbikið og oh my god.....það vantar nokkur grömm af holdi á mig eftir þessa flugferð. Þvíleikur aulaskapur. Ég tók hreinlega ekki eftir því að framundan væri kröpp beygja sem erfitt væri að ná á þessari ferð. Ég staulaðist á öðrum fæti heim til Guggu sem á heima þarna mjög nálægt...en því miður var engin Gugga á staðnum svo það var ekkert annað að gera en að renna sér heim og hætta þessu væli.
Þetta sannar það að hlífar á línuskautum gera ekkert gagn nema hægt sé að kaupa sérstakar rassahlífar :) En jæja..maður lærir af þessu eins og öðru. Þetta gerði alla vega útslagið með það að Hvannadalshnjúkur mun verða heimsóttur að ári en ekki á næstu dögum.
En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott...því Janus komst inn í skólann þrátt fyrir að tala ensku eins og fermingardrengur.......eða kannski ekki!!
Janus hálfrassi kveður að sinni.
Góðar stundir.
Ég fór í inntökupróf fyrir skólann næsta vetur, það gekk bara vel fyrir utan það að Janus vafðist tunga um tönn og um stund leit út fyrir að hann gæti ekki talað ensku. Veit ekki hvernig á þessu stóð, alveg magnað skal ég ykkur segja. Hef verið altalandi á enska tungu frá að minnsta kosti átján ára aldri, en svona er þetta bara stundum.
Ég var frekar svekkt út í sjálfa mig þegar út var komið og ákvað að gera eitthvað til þess að dreifa huganum. Í þessum þungu þönkum ákvað ég að skella mér á línuskauta í Grafarvoginum. Fínustu stígar hér allt í kring sem ég hef ekki prófað nema á tveimur jafnfljótum. Alla vega þarna kem ég fleygiferð niður brekku og skelli mér undir brú og veit ekki fyrr en ég sleiki malbikið og oh my god.....það vantar nokkur grömm af holdi á mig eftir þessa flugferð. Þvíleikur aulaskapur. Ég tók hreinlega ekki eftir því að framundan væri kröpp beygja sem erfitt væri að ná á þessari ferð. Ég staulaðist á öðrum fæti heim til Guggu sem á heima þarna mjög nálægt...en því miður var engin Gugga á staðnum svo það var ekkert annað að gera en að renna sér heim og hætta þessu væli.
Þetta sannar það að hlífar á línuskautum gera ekkert gagn nema hægt sé að kaupa sérstakar rassahlífar :) En jæja..maður lærir af þessu eins og öðru. Þetta gerði alla vega útslagið með það að Hvannadalshnjúkur mun verða heimsóttur að ári en ekki á næstu dögum.
En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott...því Janus komst inn í skólann þrátt fyrir að tala ensku eins og fermingardrengur.......eða kannski ekki!!
Janus hálfrassi kveður að sinni.
Góðar stundir.
4 comments:
At 9:43 AM, Gugga said…
Æ elsku litla greyið mitt, ég lofa að vera heima næst þegar þú dettur á rassinn í nágrenninu.
Til hamingju með að vera komin í skólann.
At 1:26 PM, Elsa said…
hvurlslags klúður, ferð bara varlegar næst og ekki svona hratt en ég fer á hnúkinn á laugardaginn!!:)
At 4:34 PM, Helena said…
hehehehe hefði viljað vera lítil fluga á eftir þér og sjá þetta atvik en vona að þú jafnir þig sem allra fyrst....
Til hamingju að vera komin í skólann, ýkt spennandi :)
At 9:15 PM, Velkomin í Ruglið!!! said…
Innilega til hamingju með að vera komin inn :) Öfunda þig þvílíkt ;)
Post a Comment
<< Home