Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Monday, June 12, 2006

Fyrsti mánudagur í fríi!!

Margt skemmtilegt hefur á daga mína drifið frá síðustu skrifum. Það markverðugasta kannski helst að ég er komin í sumarfrí. Þarf reyndar að fara á smá fund í fyrramálið og þýða eina bók en samt skal þetta heita sumarfrí.

Ég byrjaði fríið á því að bruna í sveitina mína og fylgjast með skólaslitum þar. Jóna frænka kláraði tíunda bekk og litlu ormarnir sem ég kenndi fyrsta árið mitt í kennslu voru að ljúka fimmta bekk. Vissulega hættir að vera ormar, nokkur þeirra orðin jafnstór mér og hver með sínu nefi…..úffff og þessir nebbar eru misstórir skal ég segja ykkur. Ég fór svo í fjósið á Vatnsleysu í ballskónum mínum, hoppaði á trampólíninu í pilsinu og lét bóndakonuna skerða á mér hárið við eldhúsborðið svo nú er Janus næstum stutthærður.

Jæja fagur hópur lagði svo af stað frá Selfossi á laugardagsmorgun. Ferðinni var heitið að Skógum. Þar beið Fimmvörðuháls. Nú eins og sönnum fjallageitum sæmir gátum við ekki látið það um okkur spyrjast að við færum venjulega leið. Stefnan var því tekin upp vestanmegin við Skógafoss og gengið með ánni “öfugu megin”. Kunnugir segja að það sé fallegra að ganga þessa leið þarna megin við ánna. Þar sem ég hef ekki gengið hinum megin ætla ég ekki að hrúga inn einhverjum yfirlýsingum öðrum en þeim að þessi leið er afskaplega falleg. Veðrið var flott og gangan bara þægileg, sérstaklega fallegt útsýni og sérkennilegt landslag. Þórsmörkin heilsaði svo fúnum fótum eftir fréttir. Við tók ein besta sturta ever og grillmatur af hætti rútubílstjóra og sumbl og hlátur að næsta fréttatíma J

Fimmvörðuháls fær nokkrar stjörnur og hver veit nema maður prófi hina leiðina næst!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home