Hornstrandir.
Fór í útskriftarveislu í gær hjá Gunnu systir. Telpan orðin ljósmóðir og fagnaði með bestu bollu í heimi. Ég fór svo stuttlega niður í bæ og hitti Sínurnar en það var orðið svo ansi mikið í tánni að ákveðið var að skella sér heim fyrr en seinna.
Maður pantar sér ferð með löngum fyrirvara og svo þegar kemur að ferðinni er maður alls ekki viðbúin. Ég er sem sagt að fara á morgun, búin að þvo fötin, kaupa eyrnartappa og hælsærisplástur. Á eftir að finna svefnpokann minn og troða öllu draslinu í bakpokann og af stað skal farið....Hornstrandir here I come!!
Heyrumst, sjáumst í Júlí......góða skemmtun á Landsmóti hestamanna ég vona að ástin fljúgi þar yfir vötnum (eða hrossum) eins og á síðasta slíka móti.
Maður pantar sér ferð með löngum fyrirvara og svo þegar kemur að ferðinni er maður alls ekki viðbúin. Ég er sem sagt að fara á morgun, búin að þvo fötin, kaupa eyrnartappa og hælsærisplástur. Á eftir að finna svefnpokann minn og troða öllu draslinu í bakpokann og af stað skal farið....Hornstrandir here I come!!
Heyrumst, sjáumst í Júlí......góða skemmtun á Landsmóti hestamanna ég vona að ástin fljúgi þar yfir vötnum (eða hrossum) eins og á síðasta slíka móti.
1 comments:
At 3:57 PM, Gugga said…
Góða ferð ljúfan mín, þín verður sárt saknað um helgina.
Post a Comment
<< Home