Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, February 02, 2007

Hvenær veit maður er nóg er komið?

Hvenær veit maður að nóg er komið að tilgangslausu þvaðri og málþófi stjórnarandstöðunnar? Ég lá uppi í sófa í allan gærdag og flakkaði á milli sjónvarpsstöðvanna með tölvuna á lærunum og lék mér í leikjum á leikjanet.is.

Á þessum tímapunkti voru fréttir í sjónvarpinu og verið var að leyfa einhverjum þingmanni að gjamma um einhver mál. Kisa lá sofandi við hliðina á mér í sófanum, en þegar hún heyrir þessa rödd í sjónvarpinu sperrir hún eyrun og stekkur svo úr sófanum, gengur í átt að hillusamstæðunni, fer á bakvið hilluna með öllum dvd myndunum og stígur á rauða takkann á fjöltenginu og tekur þannig strauminn af sjónvarpinu!!! Svo kemur hún gangandi aftur með fyrirsætugöngulaginu sínu, stekkur aftur upp í sófann og heldur áfram að sofa!!!

Þetta finnst mér bera þess sterk merki að nóg sé komið af rugli og tími sé komin til að fara að stjórna landinu í stað þess að rífast um það eins og síðasta bitann af snakkinu!

Burtséð frá því þá er það næsta víst að kötturinn minn mun ekki kjósa Samfylkinguna, frekar en ég......Hallelúja!!!

Góða helgi.

0 comments:

Post a Comment

<< Home