Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, January 13, 2007

Að hafa samvisku

Þegar við hættum að hafa samviskubit gagnvart börnunum okkar þá munum við ná árangri! Þetta sagði einn fyrirlesari á kvenna-námskeiðinu sem haldið var á dögunum. Hún vill meina að konur nái ekki lengra í sínu starfi því þær hafi svo mikið samviskubit gagnvart börnunum sínum. Hvað finnst ykkur um þetta???

Svona finnst mér þetta hljóma (bara mín skoðun). Ég hefði getað verið í vinnunni öll kvöld ef ekki væri fyrir þessi börn. Er það virkilega þannig að konur sem eiga börn séu að eyðileggja sína framtíð með því að hafa þörf fyrir að umgangast þau? Er það svo virkilega þannig að einu karlarnir sem komast til valda séu þeir sem hafa engan áhuga né vilja til þess að umgangast börnin sín? Ég hélt að það væri þannig þegar fólk væri búið að eignast börn þá myndu báðir aðilar vilja eyða sem mestum tíma með barninu.

Erum við kannski að ganga einum of langt í þessari umræðu sem einhvern tíma snérist um jafnrétti kynjanna. Ættum við kannski að kalla þessa yfirlýsingu sem er hér að ofan réttnefni...sem er réttur barna til að vera með foreldrum sínum! Mér finnst þetta bara sorglegt.

2 comments:

  • At 3:25 PM, Anonymous Anonymous said…

    Mér finnst konur burðast með of mikið samviskubit. Á meðan karlar berja í borðið þegar þeir gera mistök og segja „djöfullinn“, læra svo af mistökunum og hætta að hugsa um þetta, eða læra ekki af mistöknum en hætta allavega að hugsa um þetta..., þá fá konur samviskubit sem þær burðast með í langan tíma, hvort sem þær læra eitthvað af mistökunum eða ekki. Og eru jafnvel með samviskubit yfir einhverju sem er ekki einusinni mistök!
    Svona hljómar þetta fyrir mér.
    Bríet.

     
  • At 7:50 PM, Blogger Tilvera okkar.... said…

    ...hæhæ! Vissulega og alveg sammála þér í því, en mér finnst þetta ekki eiga í hlut þegar verið er að tala um börn! Mér finnst að þegar fólk ákveður að eiga börn, hvort sem það er kona eða karl, þá eigi það að sinna barninu og það að fá samviskubit yfir því að sinna ekki því hlutverki sem þú hefur kosið, hvort sem þú ert kona eða karl finnst mér vera að hinu góða. Finnst allt of mikið um það að fólk þá bæði konur og karlar gleymi því að það þurfti að gefa þessum greyjum tíma og nauðsynlegt sé að forgangsraða upp á nýtt og þá er sama hvort það er kona eða karl.

    En hver hefur rétt á sinni skoðun, mér finnst þetta bara verið farið út í öfgar! Styttist í sumarhús!

     

Post a Comment

<< Home