Síðan í skóla.
Meðan sólin skín í Frakklandi og gamlir karlar með pastabumbu liggja í sólbaði við gosbrunn sitjum við hér á Íslandi, í fyrsta sinn í áraraðir stendur undir nafni. Ég fór í gönguferð í skóginum og gat látið ormana rekja slóðina eftir mig, munið þið eftir því hvað það var ógeðslega skemmtilegt. Ég fékk gamalkunna tilfinningu þegar ég þurfti að fara inn í skóla aftur. Ég mundi eftir því þegar ég var sjálf í skóla og það var snjór hvað mig langaði að vera úti lengur í frímínútum. Sem sagt fara ekkert inn þegar bjallan hringdi.
Einu sinni þegar við vorum í bekk hjá Ólöfu (blessuð sé minning hennar) var það ekki bara ég sem fékk þessa hugdettu heldur flestar stelpurnar í bekknum. Veðrið þennan dag var geggjað, svona ekta vetrarveður svo glitti á snjóinn. Ég man meira að segja hverjir tóku þátt í þessu gríðarlega samsæri það voru ég og Gugga G, Gugga K, Magga og Soffía. Við sem sagt héldum bara áfram að leika okkur í bankagarðinum þegar hringdi og fórum ekkert inn fyrr en að svona fimmtán mínútur voru búnar af tímanum. Á leiðinni veltum við okkur upp úr snjónum, settum snjó inn á okkur, tókum af okkur húfurnar, settum upp vælusvipinn og lugum því svo allar að einhverjir stórir strákar hefðu verið að kaffæra okkur úti.
Og það var besta við þetta var að Ólöf sem aldrei trúði neinu slæmu um þessa blessuðu engla sína tók orð okkar trúanleg, hleypti okkur inn og skammaði okkur ekki fyrir þetta skammarstrik. Sennilega hefur hún ekki vitað af þessu fyrr en nú!!
Einu sinni þegar við vorum í bekk hjá Ólöfu (blessuð sé minning hennar) var það ekki bara ég sem fékk þessa hugdettu heldur flestar stelpurnar í bekknum. Veðrið þennan dag var geggjað, svona ekta vetrarveður svo glitti á snjóinn. Ég man meira að segja hverjir tóku þátt í þessu gríðarlega samsæri það voru ég og Gugga G, Gugga K, Magga og Soffía. Við sem sagt héldum bara áfram að leika okkur í bankagarðinum þegar hringdi og fórum ekkert inn fyrr en að svona fimmtán mínútur voru búnar af tímanum. Á leiðinni veltum við okkur upp úr snjónum, settum snjó inn á okkur, tókum af okkur húfurnar, settum upp vælusvipinn og lugum því svo allar að einhverjir stórir strákar hefðu verið að kaffæra okkur úti.
Og það var besta við þetta var að Ólöf sem aldrei trúði neinu slæmu um þessa blessuðu engla sína tók orð okkar trúanleg, hleypti okkur inn og skammaði okkur ekki fyrir þetta skammarstrik. Sennilega hefur hún ekki vitað af þessu fyrr en nú!!
1 comments:
At 8:33 AM, Gugga said…
Haha...alveg rétt. Takk fyrir að rifja þetta upp, þetta var alveg rosalegt prakkarastrik hjá okkur.
Post a Comment
<< Home