Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, January 07, 2007

Tímamót

Það eru ýmis tímamót á þessari bloggsíðu í dag. Í dag heimsótti gestur númer 50.000 síðuna mína. Alla vinkona fékk þann skemmtilega heiður og mun verða verðlaunuð með rauðvíni og ostum við tækifæri.....takk fyrir að láta mig vita :)

Þessi færsla er svo númer 400 á síðunni þ.e. ég hef sett hér inn 400 misgáfuleg skilaboð. Svo má náttúrulega nefna að það var í desember 2004 sem ég skipti yfir á þessa síðu af gömlu síðunni minni sem allir eru búnir að gleyma, nú er komin janúar 2007 og síðan því orðin rúmlega tveggja ára gömul. En ég læt engan bilbug á mér finna.

Áramótin eru oft notuð til að strengja hin ýmsu heit. Ég auðvitað strengdi heit sem ég á eftir að koma í ljós hvort ég næ að uppfylla. Eitt var að vera hraustari! Sem er náttúrulega fáránlegt heit, því maður getur jú ekki stjórnað heilsunni nema upp að vissu marki. Með það í huga skal ég segja ykkur að ég er ansi hrædd um að ég að hafi nælt mér Geysi í gær í kvöldheimsókninni og ætla ég að giska á að innan næsta klukkutíma verði ég búin að skila pitsunni í klósettið.

Góðar stundir.

2 comments:

  • At 9:21 PM, Blogger Helena said…

    Æ ær Geysir er alltaf leiðinlegur... en er ekki eitt áramótaheitið að æfa fyrir Þrekmeistarann?????

     
  • At 5:42 PM, Anonymous Anonymous said…

    dpnmb´Heimatilbúna ísnum átti nú ekki að fylgja Geysir, en svona er nú lífið og Fannar Freyr liggur núna með það sama

    Láttu þér nú batna
    Kv. Ann frænka og co.

     

Post a Comment

<< Home