Dominos
Enn og aftur er komin megavika og auglýsingar frá Dominos trufla mitt annars geggjaða sjónvarpsgláp. Pitsumeikararnir eru ekki að meika það eins mikið í auglýsingagerð. Eitt var þetta blessaða geimveruþema með öskrandi stráknum og hugrökku stelpunni. Hvaðan fengu þau svo þessa ömurlegu hugmynd með þessa dúkku! Já mig langar einmitt svo mikið í pitsu þegar ég veit að einhver illa lyktandi húmorslaus dúkka er að búa hana til.
Ég spyr því bara, hvar er Færeyingurinn? Hann var í alvöru fyndin :)
Ég spyr því bara, hvar er Færeyingurinn? Hann var í alvöru fyndin :)
2 comments:
At 8:52 AM, Gugga said…
Alveg er ég sammála þér í þessu.
At 2:36 PM, Jökulnornin said…
Mér finnst hann soldið dúllulegur þessi spýtustrákur en hann kemst ekki í hálfkvist við Færeyjinginn, sem flutti aftur til Færeyja!
Post a Comment
<< Home