Draumakonan
Ég fór í mína hefðbundnu gönguferð í svifrykinu í dag, þar sem ég gekk niður í Voginn sé að ég hvar önnur ung kona kemur gangandi í humátt á eftir mér. Ég reyndi að ganga hraðar svo hún væri ekki alveg svona on´í mér en það gekk ekki, hún var alltaf fetinu á undan mér. Þá ákvað ég að ganga aðeins hægar og athuga hvort hún myndi þá ekki bara fara fram úr mér. En það gerði hún heldur ekki. Ef ég fór það hægt að hún kæmist fram úr mér þá passaði hún að vera einungis fetinu á undan mér.
Fyrst fór ég að fá svona undarlegar hugdettur, var gellan að reyna við mig? Þorði hún kannski ekki að labba ein? fann hún öryggi við það að ég gengi svona nálægt henni? Ætti ég kannski að reyna að tala við hana? Eða er kannski bara best að eiga þessa stund með ókunnugri manneskju án þess að þurfa að segja neitt?
Ég tók þá ákvörðun að segja ekki neitt. Þetta var myndarleg kona. Hávaxin og grannvaxin og stóð bein í baki á móti sólinni. Ég stoppaði undir brúnni til að horfa á æðarfuglinn kafa eftir mat, þá gekk hún sjálf áfram. Henni var sennilega ekki vel við vatnið. Eftir nokkra stund hélt ég svo mína leið og mér til mikillar gleði beið hún eftir mér á næsta horni.
Við gengum svo saman heim, rétt áður en við komum að kirkjunni var hún farin að láta á sjá. Það var eins og hún væri að minnka og við næsta horn hvarf hún alveg. En ég veit að ég mun hitta hana aftur á morgun....við næsta horn.
Þessi manneskja er skugginn minn.
Fyrst fór ég að fá svona undarlegar hugdettur, var gellan að reyna við mig? Þorði hún kannski ekki að labba ein? fann hún öryggi við það að ég gengi svona nálægt henni? Ætti ég kannski að reyna að tala við hana? Eða er kannski bara best að eiga þessa stund með ókunnugri manneskju án þess að þurfa að segja neitt?
Ég tók þá ákvörðun að segja ekki neitt. Þetta var myndarleg kona. Hávaxin og grannvaxin og stóð bein í baki á móti sólinni. Ég stoppaði undir brúnni til að horfa á æðarfuglinn kafa eftir mat, þá gekk hún sjálf áfram. Henni var sennilega ekki vel við vatnið. Eftir nokkra stund hélt ég svo mína leið og mér til mikillar gleði beið hún eftir mér á næsta horni.
Við gengum svo saman heim, rétt áður en við komum að kirkjunni var hún farin að láta á sjá. Það var eins og hún væri að minnka og við næsta horn hvarf hún alveg. En ég veit að ég mun hitta hana aftur á morgun....við næsta horn.
Þessi manneskja er skugginn minn.
1 comments:
At 10:51 PM, Anonymous said…
Úff, skuggaleg tilfinnig að hafa svona stokker ;)
Kv. Edda Kamilla
Post a Comment
<< Home