Sagan af skiltinu.
Á einum sólarhring komu yfir 2000 heimsóknir á bloggið mitt og var það út frá tenglasafninu 69.is. Þar sem þessi mynd af skiltinu vakti svona mikla athygli finnst mér ég verða að segja ykkur söguna af því.
Þessi mynd var tekin rétt hjá hótelinu okkar í Glasgow um síðustu helgi. Til stóð að við tvær sem vorum orðnar þrítugar í hópnum myndum standa við skiltið þegar myndinni var smellt af því, því það er kannski fötlun að vera orðin þrítugur eða hvað? Það gleymdist þó og ég hljóp og tók mynd af því rétt áður en við fórum á flugvöllinn. Þetta skilti sem best væri að þýða sem "varúð fatlaðir" var þarna við þessa þröngu götu, kannski 3 metra breið. Húsin sitt hvorum megin við voru annars vegar skóli og hins vegar einhver ríkisstofnun sem bara var opin á daginn. Ég sá ekkert fatlað fólk dunda við það að labba yfir þessa götu þann tíma sem ég var þarna og því gat ég ekki passað mig á þeim.
Þar hafið þið það. Góðar stundir.
1 comments:
At 2:11 PM, Gugga said…
Já Skotum finnst ábyggilega óþægilegt að verða fyrir fötluðu fólki....sérstaklega ef það er með staf!
Post a Comment
<< Home