Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, March 24, 2007

Sund

Ég er ein af þeim sem skoða fréttavefinn mbl.is reglulega þó sérstaklega undanfarið því það virðist vera dottið úr tísku hjá mínum annars frábæra vinahópi að halda úti bloggsíðum.....hvað er málið?

Alla vega var frétt á mbl í dag um það hvort öruggi gesta sem heimsæktu sundlaugina á Ísfirði væri tryggt því aðeins einn starfsmaður og það karl væri á vakt á kvöldin þegar mest væri að gera. Ástæðan fyrir þessu er sú að enginn kvenmaður hefði sótt um starf sundlaugarvarðar og því var ákveðið að fækka starfsmönnum á vakt. Fólki gefst svo kostur á að blogga við fréttina og þar kemur fram ein bitur og heimskuleg rödd sem segir...er ekki bara hægt að finna einn pólverja til að vinna þetta starf? Er fólk virkilega það heimskt að halda það að pólskar konur geti ekki verið sundlaugarverðir? Hvað er eiginlega að fólki?

En burtséð frá því þá var mér ráðlagt í vikunni að fara að drífa mig í sund. Ástæðan er sú að í vetur er ég búin að vera alveg fáránlega mikið veik. Mig er búið að vanta í vinnuna alltof marga daga og er sannfærð um það að yfirmanninum finnst ég ekki vera góður starfsmaður fyrir vikið. Ég var að kvarta yfir þessu heilsuleysi í vinnunni og þá var mér bent á að fara í sund því sá sem er vanur að svamla um í annarra manna líkamsvessum verður síður veikur en sá sem maður sem baðar sig í hreinu vatni. Hljómar svo sem alveg skynsamt....ef maður væri ekki í sundlauginni á Ísafirði!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home