Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, March 20, 2007

Update!

Jæja þá er þessi langþráða helgi liðin. Við fórum sex saman, flottar gellur og glöddum Glasgow með okkur undurfríðu brosum. Til að gera langa sögu stutta þá voru þessir dagar, í þessum félagsskap alveg fullkomnir. Vissulega voru þeir langir og strangir en svoleiðis á það að vera í útlöndum. Maður getur bara sofið þegar maður kemur heim.....

Nokkrir toppar úr ferðinni:
- hversu heppilega tókst til með að versla. Keypti mér buxur, skó, boli, peysur, sokka, nærföt, jakka, bækur, geisladiska, töskur o.m.fl.

- þegar ein undurfögur íslensk stúlka gekk um götur Glasgow með verðmiðann fastan á peysunni.

- föstudagskvöldið okkar Ingu þegar við smelltum okkur á lífið og fengum verðskuldaða athygli enda báðar með hreint hár og allar tennur.

- maturinn allur....mmmmm namm!!

- bjórinn allur....mmmm namm!!

- svítan okkar Guggu og breiðu sætin í flugvélinni.

- cosmopolitan kokteilarnir sem vel hentuðu "six in the city".

- pubinn okkur Tromman og apinn!

- og það allra mikilvægasta að eiga svona frábærar vinkonur til að ferðast með - þessari ferð mun ég aldrei gleyma!

2 comments:

  • At 10:55 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ohhh öfunda þig svooooo... væri meira en til í að kíkja aðeins út í góðra vina hópi!!

     
  • At 2:46 PM, Anonymous Anonymous said…

    Takk fyrir síðast mín kæra, maður lifir sko lengi á þessu!

     

Post a Comment

<< Home