Einn góður
Börn missa oft út úr sér alveg frábæra gullmola sem gera starfið í skólanum oft á tíðum mjög skemmtilegt. Eitt svona atvik kom upp núna fyrir helgi og ætla ég að deila því hér með ykkur. Athugið að nöfnum hefur verið breytt og skoðanir sem kunna að vera særandi túlka ekki á nokkurn hátt skoðanir mínar :) (vóóó formlegt)!
Fjórir strákar sitja saman og spila bílaspil. Allt gengur vel til að byrja með, en svo endar það auðvitað þannig að einn af spilurunum tapar öllum spilunum sínum. Hann náttúrulega er bara lítill sjö ára putti og kann ekki alveg þá list að tapa, sérstaklega þegar hinir spilarnir hía á hann. Hann stendur því bálreiður á fætur og segir hátt svo glymur í kennslustofunni....ÞIÐ ERUÐ ALLIR HOMMAR!!!
Ég náttúrulega gat ekki látið þetta óáreitt og kallaði strákinn til mín. Svona var samtal okkar:
Kennari: hvað sagðir þú við bekkjarfélga þína?
Nonni: ég sagði að þeir væru hommar.
Kennari: af hverju segir þú svona við þá?
Nonni: af því að ég var reiður.
Kennari: af hverju varstu svona reiður?
Nonni: af því að ég tapaði.
Kennari: þú veist að stundum tapar maður og stundum vinnur maður, það þýðir ekkert að vera reiður yfir því.
Nonni: ég veit, ég vildi bara ekki tapa.
Kennari: veistu hvað er að vera hommi?
Nonni: (klórar sér í eyranu, horfir upp og loftið og segir svo spekingslega) Já það er svona eins og Jónsi er......!
Já börn eru yndisleg!
Fjórir strákar sitja saman og spila bílaspil. Allt gengur vel til að byrja með, en svo endar það auðvitað þannig að einn af spilurunum tapar öllum spilunum sínum. Hann náttúrulega er bara lítill sjö ára putti og kann ekki alveg þá list að tapa, sérstaklega þegar hinir spilarnir hía á hann. Hann stendur því bálreiður á fætur og segir hátt svo glymur í kennslustofunni....ÞIÐ ERUÐ ALLIR HOMMAR!!!
Ég náttúrulega gat ekki látið þetta óáreitt og kallaði strákinn til mín. Svona var samtal okkar:
Kennari: hvað sagðir þú við bekkjarfélga þína?
Nonni: ég sagði að þeir væru hommar.
Kennari: af hverju segir þú svona við þá?
Nonni: af því að ég var reiður.
Kennari: af hverju varstu svona reiður?
Nonni: af því að ég tapaði.
Kennari: þú veist að stundum tapar maður og stundum vinnur maður, það þýðir ekkert að vera reiður yfir því.
Nonni: ég veit, ég vildi bara ekki tapa.
Kennari: veistu hvað er að vera hommi?
Nonni: (klórar sér í eyranu, horfir upp og loftið og segir svo spekingslega) Já það er svona eins og Jónsi er......!
Já börn eru yndisleg!
2 comments:
At 1:43 PM, Anonymous said…
Ha ha ha!!! Vá hvað ég er sammála honum!
Kv. Bríet.
At 8:03 PM, Anonymous said…
Þetta er nú bara snilld :-)
Hvenær á svo að koma í afmælisnuddið ????
kv.Margrét Unnur
Post a Comment
<< Home