Ef ekki í samtímanum, hvenær hefðir þú helst viljað vera uppi!
Oft hefur maður heyrt þessari spurningu fleygt og oft hef ég hugleitt hvaða tímabil í mannkynssögunni ég hefði viljað skoða betur. Eitt er víst að af nógu er að taka. Ég er búin að velta þessu fyrir mér síðustu daga og held ég hafi komist að réttri niðurstöðu, en leiðin að henni var einhvern vegin á þessa leið.
Fyrst var ég ákveðin í að hverfa 70 miljón ár aftur í tímann þegar risaeðlurnar voru upp á sitt besta. Auðvitað var grimmasta rándýrið þ.e. maðurinn ekki orðin að hugmynd á þessum tíma en ég hef getað komið sem Þórseðla eða annar saklaus hlunkur sem engir óvinir gætu fellt. En ég féll frá þessari hugmynd og fékk aðra betri.
Já ég væri til í að fara svona 50 ár aftur í tímann, þá hefði ég náð að kynnast lífi ættingja minna á þessum tíma. Hefði fengið að umgangast langafa og langömmur og svo hefði ég eytt dágóðri stund við eldhúsborðið hjá Guðrúnu ömmu í Rauðholtinu sem var víst kostakona sem ég því miður man lítið eftir. En ég fékk aftur betri hugmynd og held að það sé sú besta af öllum.
Ef ég hefði ekki verið upp í samtímanum hefði ég viljað vera uppi á þessum tíma þ.e. páskum þegar jesús karlinn háði sína baráttu. Akkúrat þarna var lagður grunnur að því samfélagi sem við lifum í í dag. Ef ég hefði getað fylgst með þessum atburðum og horfið svo aftur til samtímans væri ég áltin mikill fræðikona og orðspor mitt færi víða.
Já, ef ég ætti þess kost myndi ég vilja kynnast Jesús
Gleðilega páska og endilega komið með ykkar hugleiðingar um þetta mál.
Fyrst var ég ákveðin í að hverfa 70 miljón ár aftur í tímann þegar risaeðlurnar voru upp á sitt besta. Auðvitað var grimmasta rándýrið þ.e. maðurinn ekki orðin að hugmynd á þessum tíma en ég hef getað komið sem Þórseðla eða annar saklaus hlunkur sem engir óvinir gætu fellt. En ég féll frá þessari hugmynd og fékk aðra betri.
Já ég væri til í að fara svona 50 ár aftur í tímann, þá hefði ég náð að kynnast lífi ættingja minna á þessum tíma. Hefði fengið að umgangast langafa og langömmur og svo hefði ég eytt dágóðri stund við eldhúsborðið hjá Guðrúnu ömmu í Rauðholtinu sem var víst kostakona sem ég því miður man lítið eftir. En ég fékk aftur betri hugmynd og held að það sé sú besta af öllum.
Ef ég hefði ekki verið upp í samtímanum hefði ég viljað vera uppi á þessum tíma þ.e. páskum þegar jesús karlinn háði sína baráttu. Akkúrat þarna var lagður grunnur að því samfélagi sem við lifum í í dag. Ef ég hefði getað fylgst með þessum atburðum og horfið svo aftur til samtímans væri ég áltin mikill fræðikona og orðspor mitt færi víða.
Já, ef ég ætti þess kost myndi ég vilja kynnast Jesús
Gleðilega páska og endilega komið með ykkar hugleiðingar um þetta mál.
0 comments:
Post a Comment
<< Home