Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Wednesday, April 25, 2007

Í skóginum

Ég var í útikennslu í dag, á milli klukkan tíu og tólf. Ég var satt að segja svolítið stressuð yfir því að fara út með 15 litla orma í storminn sem ég lenti í í gær. En amður lætur veðrið ekki stoppa sig svo ég hélt af stað í ágætisveðri, sól skein í heiði og trén rétt bærðust í rokinu...eða þannig. Alla vega gengum við í skóginn, týndum köngla á leiðinni, hlustuðum á lóuna syngja og skoppa þarna í kringum okkur. Við komum svo í rjóðrið og krakkarnir fóru að leika sér í klettunum. Eftir augnablik brestur á með þvílíku éli, krakkarnir koma hlaupandi og einn fer meira að segja að skæla út af þessu öllu.

Allt í einu fæ ég alveg brill hugmynd. Ég segi við krakkana "komum inn í skóginn" Við fórum inn í skóginn þar sem hann er þéttastur og skriðum undir greinarnar, lögðum höfuðið við stofninn og lokuðum augunum. Svo hlustuðum við á dropana berja á greinunum þarna hátt fyrir ofan okkur og vindinn gnauða í skóginum og þarna lágum við og fengum ekki á okkur einn dropa :) Dásamlegt alveg hreint að hafa þennan möguleika.

Það var löngu hætt að élja þegar við skriðum undan trjánum og leyfðum sólinni að kyssa á okkur nefbroddinn. Ég kom í skólann aftur með hóp af brosandi og þurrum börnum, svo þurrum að samkennarinn stóð og gapti og afpantaði hjálparsveitina :)

Frábær tími!!!!

0 comments:

Post a Comment

<< Home