Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Tuesday, April 24, 2007

Fjallganga

....tvær færslur í röð, hún Jana litla er gr..æn!!!

Ég fór með Soffíu og fleira fólki í fjallgöngu um kvöldmatarleytið í kvöld. Gangan var upp á Úlfarsfell sem er svona á mörkum þess að geta talist fjall, kannski meira svona fell. Ég skal alveg viðurkenna að fjallganga í þessu veðri var ekki alveg að gera sig í hausnum á herra Janusi. En þar sem ég var búin að gefa Soffíu jáyrði var ekki við hæfi að gugna þó Kári væri að ybba sig.

Það hefði mátt halda að guð almáttugur hefði haft það að markmiði að hindra för okkar þarna upp. Hann hvæsti og blés, lét regnið bylja á okkur svo engin föt héldu, svo sendi hann él í kokteilinn sem virkuðu eins og litlar nálar þarna í storminum.

En það var sama hversu mikið hann reyndi við fórum alla leið og hölluðum okkar bara í vindinn þegar upp var komið, það þarf nú meira en þetta til að halda aftur af tveimur yngismeyjum í stuði.

Einstakt og skemmtilegt.

1 comments:

  • At 8:58 AM, Anonymous Anonymous said…

    Við erum hetjur :))))

    Soffía

     

Post a Comment

<< Home