Tiltekt í sumrinu
Myndaalbúm, matreiðslubækur og frímerkjabækur voru í öðrum skápnum sem ég tók til í dag. Það stendur mikið til hérna í Hverafolinni í dag því nú hefst annað húsgagnatímabil. Fyrst var það sófinn og sófaborðið, svo var það eldhúsinnréttingin, svo voru það öll loftljós og nú er komið að stofuskápunum. Ætla að henda út þessum ljóta svarta skáp sem er rykugur fimm sekúndum eftir að ég þurrka af honum og kaupa mér í staðinn flottan skenk í Ikea og háan skáp með glerhurðum.
Ef einhverjum vantar eitthvað að gera seinnipartinn á morgun er hann velkomin til að aðstoða mig við að skrúfa saman húsgögn.
Svo er það laugardagurinn sem býður upp á brúðkaup og þrítugsafmæli, starfsmannapartýið verður að bíða betri tíma.
Góða helgi og gleðilegt sumar!
Ef einhverjum vantar eitthvað að gera seinnipartinn á morgun er hann velkomin til að aðstoða mig við að skrúfa saman húsgögn.
Svo er það laugardagurinn sem býður upp á brúðkaup og þrítugsafmæli, starfsmannapartýið verður að bíða betri tíma.
Góða helgi og gleðilegt sumar!
2 comments:
At 11:58 PM, Jökulnornin said…
Oh, pant ég, pant ég! Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að skrúfa saman svona dót eftir leiðbeiningum. Hvenær er mæting?
At 8:07 AM, Tilvera okkar.... said…
Eigum við að segja klukkan fimm :) Takk æðislega fyrir að bjóðast til þessa :)
Post a Comment
<< Home