Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, November 12, 2006

Súrsaðir selshreifar

Hrár kryddaður svartfugl, grillaður hvalur, saltaður hvalur, reyktur hvalur, hvalsteik, reyktur selur, saltaður selur, súrsaðir selshreifar, siginn fiskur og fleiri furðulegar lífverur sem Janus hefur hingað til ekki hleypt inn fyrir sinn munn voru á boðstólnum í partýinu sem ég fór í í gær. Yfirskriftin var Selaveisla og þar voru saman komin allir þeir sem eyða einhverjum hluta ársins úti á Breiðafirði. Þarna hitti Janus karlana sína síðan í sumar og rifjaði upp dagana í paradís. Svo var dansað svona ekta gömlu dansa ball og Janus dansaði við hvern sveiflukónginn á fætur öðrum og hafði gaman að.

Svo er það ákveðið að um leið og ég get fengið mig lausa úr vinnu í júní verð ég farin út í eyju um óákveðin tíma að ganga um skerin í leit að dún og allt hitt, maður er manns gaman. Vá hvað er eitthvað langt í sumarið :)

....hvað er annars með Eyjamenn?

3 comments:

  • At 1:17 PM, Blogger Gugga said…

    Veit ekki. Hvað er með eyjamenn?

     
  • At 3:52 PM, Anonymous Anonymous said…

    óskylt þessu bloggi þá er lykilorðið: krútt að heimasíðunni okkar. Kveðja Elli og Begga

     
  • At 4:07 PM, Anonymous Anonymous said…

    Var ekkert hözl á þér í þessu teiti??? Ég man ekki betur en að þú hafir verið umkringd sjarmörum þar.

     

Post a Comment

<< Home