Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, October 22, 2006

Helgin og sumarið 2007.

Aftur eyddi ég helginni fyrir austan fjall þó ekki á hótel mömmu því gamla settið er í Túnis. Ég kíkti aðeins í sumarbústað á föstudagskvöldið og átti svona fullkomna stund í heitum potti, undir stjörnubjörtum himni, skreyttum norðurljósum og stjörnuhröpum. Ég var svo að vinna í gærkvöldi og nótt. Ágætt að breyta svona til og fara í eitthvað alveg nýtt.

Ég pantaði mér líka ferð næsta sumar, já ekki er ráð nema í tíma sé tekið. En svona verður þessi draumaferð númer 2. Lagt verður af stað frá Norðurfirði laugardaginn 23. júní 2007. En þá verður siglt til Hafnar í Hornvík. Þá verður siglt undir Hornbjarg svo maður geti skoðað það frá því sjónarhorni. Næstu tvo daga verður svo gengið á þessu svæði, gengið verður um Rekavík bak Höfn, Í Hvannadal og á Langakamb sem nær langt út í sjó undir Hornbjarginu. Næsta dag verður svo gengið á Hornbjargið sjálft, þetta sem ullaði á mig í síðustu ferð. Þessar tvær fyrstu nætur verður gist í fyrrum vitahúsinu við Hornbjargsvita.

25. júní verður svo gengið til Bolungarvíkur (á Hornströndum) þar sem gist verður í tvær nætur. Þar er falleg sendin fjara og hægt verður að fara í stuttar göngur t.d. út á Siglunes eða Hyrnukjöl eða þrengslin.

27. júní verður gengið um Furufjörð, um Svartaskarð og Þaralátursfjörð til Reykjafjarðar þar sem gist verður í þrjár nætur. Þar verður gengið á Geirólfsnúp, um Skjaldbjarnarvík, Miðmundarhorn, Þaralátursnes eða á Drangajökul en þarna verður einnig hægt að slaka á í sundlaug og heitum pottum.

30. júní verður svo siglt aftur til Norðurfjarðar og þar verður farið í minjasafnið Kört og í sund í laugina við Krossnes.

Þar hafið þið það. Fyrst verður það eyjan frá 9. júní til 20. júní og svo Hornstrandir frá 23. júní til 30. júní. Ég sem hélt að ekkert gæti toppað síðasta sumar, en svei mér þá þetta lítur bara vel út.

Get ekki beðið :)

1 comments:

  • At 8:38 PM, Blogger Helena said…

    Þú ert svo mega dugleg stelpa að ég verð bara þreytt að lesa allt sem þú ert búin að plana :) tíhí.... hurru eigum við svo ekki bara að fara til Spánar að sleikja sólina og kíkja á aðstæður næsta sumar :) Drekka nokkra Sex on the beach kokkteila og rækta landið :) hehehe :)

     

Post a Comment

<< Home