Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, October 08, 2006

Hrós - Rós

Á ég að trúa því að ég hér hafi ekkert verið skrifað síðan 1. október? Þetta er náttúrulega engin frammistaða!! Þetta mun ekki gerast aftur.

Ég fór á myndakvöld á föstudaginn þar sem ferðin um Hornstrandir var rifjuð upp. Þar settist hjá mér maður og dásamaði það hvernig ég skrifaði og átti hann þá við hvernig ferðasagan mín af þessari ferð birtist honum. Hann sagði hvernig fer maður af því að skrifa svona texta sem rennur svo ljúft og skemmtilega. Mér leið bara eins og ég væri komin aftur á Strandirnar við það að lesa þetta. Ég roðnaði eiginlega og varð kjánaleg því svona hrósi finnst mér frekar erfitt að sitja undir. Það skemmtilegasta við þetta er svo að þessi maður er mikið íslenskuséní og er búin að kenna við Kennaraháskólann til margra ára. Hann endaði svo þessa dásemd á því að segja, þú ættir nú bara að halda námskeið fyrir okkur í kennaraháskólanum sem myndi heita hvernig á að skrifa skemmtilegan texta.

Finnst ykkur þetta ekki merkilegt? og svo líða átta dagar á milli færsla á þessum greinilega frábæra vef :)

3 comments:

  • At 5:33 PM, Blogger Helena said…

    Hæ hó... velkomin aftur í bloggheiminn, skrítið þegar þú hverfur svona lengi frá okkur :)
    Þú ert nú auðvitað bara frábær, flottur penni og átt allt það hrós skilið sem þú hefur fengið og meira til :)
    Haltu áfram að vera svona frábær :)
    Kv. Helena

     
  • At 9:07 AM, Anonymous Anonymous said…

    hæhæ þetta er mjög skemmtilegt að heyra.. þú ert hæfileikaríkur ritari janus panus

     
  • At 7:40 PM, Blogger Soffía said…

    Þetta er frábært... til lukku með hrósið, átt það skilið :-)

     

Post a Comment

<< Home