Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Sunday, September 17, 2006

Réttir

Ég fór í réttir í gær þar sem engar voru kindur. Þetta var mjög sérstök stemming og satt að segja tók maður ekkert sérstaklega eftir því að kindurnar vantaði. Það var gríðarlegur fjöldi fólks saman komin í einni bestu blíðunni í sumar eða haust. Margt var sér til gamans gert og ljóst að á svona samkundum eru kindurnar aukaatriði og aðalmálið er mannskepnan. Til að byrja með gekk maður um og heilsaði kunningum og öðrum. Svo var sungið, kosið í lið í bændaglímu, veitt verðlaun í bændaglímu, sungið meira, horft á hestauppboð, ég var meira að segja næstum búin að kaupa hest fyrir 10.000 sem hefði verið herramanns matur í vetur :) svo var boðin upp ein kvíga sem efnileg er í fjósinu. Sungið meira, maður er manns gaman. Svo var farið heim í réttarsúpu, sungið meira og sólskinið sleikt. Eftir þetta var upplagt að leggja sig. Svo keyrði ég fólkið mitt af bænum á réttarball í fjórum ferðum og aftur heim þegar því var lokið. Sniglaðist svo upp Grímsnesið um miðja nótt í ausandi, beljandi, ógeðisrigningu.

Skemmtilegur dagur og pfffff hver þarf kindur?

0 comments:

Post a Comment

<< Home