Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Saturday, September 02, 2006

Rockstar

Ég held að það hafi bara ekki verið atkvæðin frá Íslendingum sem hjálpuðu Magna að lenda í efsta sæti, það hefur þurft meira til. Ég held að þetta hafi mest verið samúðaratkvæði frá Könum sem fannst það stórmál að Dilana skyldi "skera hann".

Þetta sagði einn bloggari um síðusta þátt af Rockstar þar sem Magni stóð sig ágætlega. Auðvitað vitum við öll að það hefur nú þurft talsvert meira en Íslendinga sem saman eru jafnmargir og lítið sveitaþorp í henni Ameríku. Með því að þeir mörgu sem vöktu þarna um nóttina sendu aftur og aftur skeyti hafa Íslendinga kannski orðið eins og lítið úthverfi í New York. En hvers vegna stóð þá á því að Magni var sá eini sem sat eftir meðal þessara snillinga? Kannski var þetta út af samúð eins og þessi ameríski bloggari stakk upp á. Það getur svo sem vel verið að það hafi haft áhrif, hver veit hvað Kananum dettur í hug. Á einni amerískri síðu las ég meira að segja pistil um það að Magni gæti farið í mál við Dilönu því þetta hefði verið árás...úúúúú!!

Hvað sem öllu öðru líður varð litli Íslendingurinn efstur þessa vikuna og allir ættu að vera stoltir af því. Ég vona nú samt að Magni vinni ekki þessa keppni því mér líst ekkert á þessa fíra í þessu bandi. Held hann væri flottari með sólóferil í Ameríkunni, þar myndi ég vilja heyra til hans. Held að það verði ekki mikið um Á móti sól þegar heim er komið.

Hér til gamans getið þið lesið bloggið hjá hallærislega, kann ekki að hneppa tölum, Dave Nevaro en það finnst á www.6767.com en þar segir han sína skoðun á málunum þ.e. Magni er góður en vantar samt x-factorinn sem Lukas og Dilana hafa.....ég segi því bara áfram Magni með Lukas í bakhöndinni :)

1 comments:

  • At 11:23 AM, Anonymous Anonymous said…

    Var að lesa spjallþráð í síðustu viku og þar kom fram að margir Íslendingar kusu hátt í hundrað sinnum, meira að segja einhverjir nördar sem bjuggu til forrit sem gat kosið á 5 sek fresti... svo týpískt íslendingar, fara með allt út í öfgar. Ég væri til að vita hversu mörg atkvæði komu frá Íslandi.
    Kv. Anna

     

Post a Comment

<< Home