Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Thursday, August 31, 2006

Skokktúrinn

Ég fór að hlaupa hinn venjulega skokkhring áðan. Ég hleyp niður í Voginn og byrja hringinn. Nokkra stund hleyp ég á malbikinu, svo breytist malbikið í malarstíg. Ég skokka aðeins áfram og þá sé ég að það stendur bíll á frekar asnalegum stað, á miðjum stígnum sem ég er að hlaupa eftir. Ég hugsa svo sem ekkert mikið um það, heldur líð bara áfram á mínum undurléttu fótum...hehe!! Þegar ég er alveg að koma að bílnum sé að ég einhverja hreyfingu inn í bílnum og algerlega án þess að geta brugðið hönd fyrir auga þá blasir við mér loðinn rass. OJ. Ég varð að hægja á mér og troðast með fram bílnum sem lagt var eins og áður sagði á miðjum göngustígnum. Við skulum segja til að þið lesendur skiljið nákvæmlega hvað við blasti, tvö andlit, tveir rassar, eitt typpi, ein budda og tvo mjög svo rauð andlit. Þarna höfðu þau hreiðrað um sig í litlum bíl, búin að leggja sætin fram og fengu sér einn stuttan í aftursætinu, héldu sennilega að þarna væri enginn á ferðinni.

Ég skellti upp úr og hljóp áfram. Eftir svona fimmtíu skref mæti ég tveimur eldri konum í kvöldgöngu. Múhahaha og vá hvað mig langaði að læðast á eftir þeim og heyra hvað þeim fannst um kynlífið í skóginum.

2 comments:

  • At 11:16 PM, Blogger Helena said…

    ótrúlegustu hlutir sem þú lendir í vinan..... ekki mörg svona ævintýri hér í sveitinni hehehe

     
  • At 9:48 AM, Blogger Gugga said…

    Já ég skil ekki hvernig þú ferð að þessu. Ótrúlega þarf maður að vera vitlaus til að leggja bílnum á miðjum göngustíg í Grafarvoginum sjálfum og ætla að enginn sé á ferli.

     

Post a Comment

<< Home