Döpur er dráttlaus kona.

...besti páskamálsháttur ever!!!

Friday, August 25, 2006

Vídeoleigan

Ég ætla ekki að fara á djammið um helgina. Þetta er mjög meðvituð ákvörðun eftir ævintýri síðustu helgar. Ég sver það að sjaldan hefur munnurinn sagt eins ljóta setningu upphátt. Svo nú skal horfið frá áfengi í bili og leitað af ljósinu í fjöllunum....eða eitthvað þannig.

Með þetta að markmiði fór ég á vídeoleiguna áðan. Valdi vel eina nýja og eina gamla mynd og fór svo í biðröð við kassann. Þegar ég var komin fremst í röðina, segir unglingsstúlka með stóra eyrnalokka og tyggjó..hver er kennitalan þín? Ég þyl hana upp ekki of hátt enda engin ástæða til að auglýsa kennitöluna sína í búð fullri af fólki. Gellan sem hefur engan áhuga á mér pikkar inn töluna annars hugar og segir svo þegar hún er búin að því...Baldur! Nei segi ég þú hefur gert eitthvað vitlaust. Gellan segir þá kennitöluna mína frekar hátt, segir hana rétt og lítur svo á mig og segir það kemur bara Baldur.

Já sagði ég, en þú hlýtur að hafa gert eitthvað vitlaust því ég heiti ekki Baldur. Við hliðina á mér flissar gaur og segir svo "ertu viss"? svo hlógum við. Gellan með tyggjóið segir ég byrja bara aftur. Hver er aftur kennitalan þín? Aftur þyl ég upp kennitöluna, gellan pikkar og segir aftur...Baldur? Nú flissa allir í biðröðinni, ég horfi í kringum mig og svo á afgreiðlsudömuna og segi svo...Ég veit ekki hvernig ég á að svara þér. Ég sver það ég fór verulega að hugsa hvort ég þjáðist af minnisleysi eða eitthvað. Einnig flögraði það að mér að einhver Baldur hefði stolið kennitölunni minni og væri búinn fylla nafnið mitt af ógreiddum klámmyndum. Gellan horfði á mig með hendur á mjöðm og ég vissi ekki hvort ég ætti bara að viðurkenna að ég væri í raun klæðskiptingur sem héti Baldur.

En sem betur fer kom strákur sem vinnur þarna og reddaði málunum. Engin skaði skeður nema að Janus varð Bleikur Baldur í vídeoleigu fullri af fólki.

Later....

2 comments:

  • At 10:39 PM, Blogger Helena said…

    LOL góður þessi... kalla þig núna Baldur í stað Janus :)

     
  • At 9:35 AM, Blogger Gugga said…

    Hahaha...hvernig ferðu að því að lenda í svona atvikum?

     

Post a Comment

<< Home